Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 93
N ÁT TÚRUFRÆÐINGURINN
197
Mynd (fig.) 2. Kýlingar úr vikrinum frá Grindavik. — Spherulites in the pumice.
A. plain light. li. mic. X. Magnification approx. 140x.
þvermál, en dæmi um „spherólíta“ í þeirri stærð eru til frá Silver
Cliff í Colorado í Bandaríkjunum. Er þá auðsætt að nafnið kýlingur
missir marks. Ekki er heldur ætíð um reglulegar kúlur að ræða.
í vikrinum úr Grindavík eru kýlingarnir örsmáir. Þeir allra stærstu
eru um 0.1 mm í þvermál, en flestir eru þeir miklu minni. Bergi
úr svona efni hefur Jakob Líndal (1964 bls. 201) lýst og nefnt
ertuberg, en að sjálfsögðu er það orð nothæft aðeins um bergtegund-
ina.
Hvaðan er vikurinn kominn?
Spurningunni hér að ofan verður því miður ekki svarað, en benda
má þó á nokkur atriði í því sambandi. Varla virðist mér líklegt að
vikurinn sé mjög langt að rekinn, sökum þess live grófur hann er.
Vegna þess að hans verður ekki vart vestan á Reykjanesi, virðist
hann liafa komið austan eða suðaustan frá. Ofan af landi er hann
ekki kominn. Tilraun var gerð með að láta vikurinn fljóta á vatni,
í íláti, innanhúss. Árangurinn varð sá, að á 10. sólarhring sukku
20%, eftir 14 sólarhringa liöfðu 40% sokkið, en það sem eftir
var, var enn á floti eftir 3 mánuði. Að sögn varð vikursins vart á
sjónum aðeins um stuttan tíma, líklega aðeins nokkra daga. Sá
atburður, sem kom vikurrekanum af stað, hefur því ekki átt sér
langan aldur.