Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 98
202
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Sitt af hverju
„Sannleikurinn um hnegg hrossagauksins.“
í Náttúrufræðingnum 13. árg. 1943, bls. 163, hefst mjög athyglis-
verð ritgerð — eftir Dr. Finn Guðmundsson fuglafræðing — um
hnegg hrossagauksins, með áðurnefndri yfirskrift. Með ritgerðinni
eru birtar mjög góðar skýringarmyndir.
Þar sem ég hef ekki séð — í stuttu máli — eins nákvæmar og auð-
skildar skýringar á hneggi hrossagauksins og í fyrrnefndri ritgerð,
og þar sem ég efast ekki um, að öllum náttúruunnendum þyki það
talsverður fengur að vita á þessu sviði — sem öðrum — a 11 a n
sannleikann, þá flaug mér í hug að koma því loks í verk að bæta
þarna örlitlu við, enda síðustu forvöð.
Ástæður til þess, að ég gerist svo djarfur, eru tvær. Sú fyrri — og
sem mun jafngömul mér — er tortryggnin, sem ég hef fengið í
vöggugjöf. Þegar hún svo með eigin augum og eyrum hefur snuðr-
að upp og sannfærst um, að í stöku tilfellum hefur það, sem talin
var örugg staðreynd, og trúin þá einnig kinkað kolli því til sam-
þykkis, hefur ekki reynzt að öllu leyti rétt, jrá liefur hún orðið svo
rígmontin — af ofur skiljanlegum ástæðum — að ég hef ekki komizt
lijá því að gefa henni orðið.
Hin ástæðan er sú, að í þessu tilfelli er það einmitt hrossa-
gaukurinn, sem verið liefur einn af mínum eftirlætisfuglum, enda
undrunarefni allt hans háttalag, frá því ég fyrst man eftir.
Á bernskuárum mínum var langtum meira af honum umhverfis
vatnið og bæinn heima, heldur en síðustu 10—12 árin. Ég man
það líka enn glöggt, er ég var á stjái — ásamt bræðrum mínum —
yfir ánum, þegar þær voru að bera, niðri á Leiru og Bægistaðamýri,
að ég sá oft þrjá og upp í fimm hrossagauka í einu, er þeir voru að
leika listir sínar í loftinu, allt í kringum mig, og heyrði þá einnig
hve hnegg þeirra var stundum ósamhljóma, þó oft væri grunntónn-
inn undarlega svipaður.
Þá vík ég að áðurnefndri ritgerð Dr. Finns Guðmundssonar.
Við fyrsta lestur hennar nam ég staðar, í nokkrum stöðum, og at-