Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 24
126
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
og langbtínd, svo ekkert var sýnna en bráðadauða mönnum og skejm-
um“ (Sveinn Pálsson, 1794).
„A bak nýári veturinn nœsta á eplir kom að nýju ógna jarð-
skjálfti, laust því nœst eldi i svokallaðan Leirhnúk með sand og
öskufalli sem áður. Brast það fell allt i sundur og varð að gjám og
gjótum, sem ullu og spúðu brennisteins leirleðju le?igi á eptir . . .“.
Sagt er, að botn Mývatns hafi lyfst og verið á þurru að austan
í 1 missiri. Plinn 8. september 1725 er getið um mikinn jarð-
skjálfta við Mývatn og á Laxá að hafa þornað um tíma en komið
þó til aftur.
Verulegt hraunrennsli virðist ekki hafa byrjað fyrr en í ágúst
1727, er brennandi hraun fór út að vella úr brennisteinspytti ein-
um nálægt Leirhnúk. Æstist þá og á ný eldurinn í Kröflu.
Hinn 18. apríl árið eftir gekk á ósköpum við Mývatn og voru
margir eldar uppi. Sterkir jarðskjálftar höfðu gengið alla nóttina
á undan. Tveir gígar mynduðust í Leirhnúksröð, gígur kom upp
í Hrossadal, enn einn gaus í Bjarnarflagi. Tveimur dögum síðar
fossaði hraun úr hlíðum Dalfjalls við Reykjahlíðarsel. Við þessi gos
breyttist landslag mjög austan við Mývatn, vatnið þvarr á ný sums
staðar en gekk á land annars staðar yfir haga og hólma og „leit út
eins og alt plássið ætlaði að umhverfast". Hraun rann frá Leir-
hnúksgígum með miklu braki, brestum og jarðskjálftum (Skýrslur
um Mývatnselda 1724—1729, Thoroddsen 1899, bls. 214, 251—252).
Um skjálfta með gosurn 1875 ritar Þorvaldur Thoroddsen 1899
svo:
„Rúmri viku fyrir jól (1874) fór að bera á jarðskjálftum í Mý-
vatnssveit; fóru þeir smávaxandi og milli jóla og nýárs komu kippir
á hverjum degi. Ekki voru kippirnir langir og harðir, en stundum
svo tíðir, að eklti varð tölu á komið; brakaði mikið i húsum i
stœrstu kippunum og alt hringlaði se?n laust var. Kij?pir þessir
fundust víða um norðausturland og mest upp til fjalla og dala, t. d.
á Möðrudal á Fjöllum og i Jökuldal; híbýli ma?ina nötruðu, og á
stöku stað brotnuðu léleg úthýsi; þó gerðu kippir þessir hvergi
sltaða, er teljandi sé. Hi?i?i 2. janúar og nœturnar fyrir og eftir voru
nœrri sifeldar hrœ?i??gar i Mývatnssveit; þegar mest var liyrrðin
fannst ekki titringur nema ef maður sat og stóð upp við vegg, e?i á
hverjum klukkutíma komu margir jarðskjálftar innan um smátitr-
ingi?m, svo harðir að brakaði i. hverju tré, hurðir skókust á hjörum,