Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
127
ef husin voru ekki lœst, og ýmsir hlutir duttu úr skápum og hill-
um. Himi 3. janúar byrjuðu Dyngjufjöll að gjósa. Jarðskjálfta-
liippir pessir héldust langt fram á vetur, en fóru heldur minkandi
og urðu strjálari eftir pví sem nœr dró 29. marz, er Dyngjufjöll
gusu í annað sinn og peyttu vikurösku yfir alt Austurland.“
Um kvöldið hinn 18. febrúar byrjuðu gos úr þremur gígum á
Mývatnsöræfunr í lægð þeirri, sem kölluð var Sveinagjá. Hinn 10.
mars braust gos út norðar í sömu gjá og mynduðust þá 15 gígar.
Hinn 4. apríl opnaðist gossprungan til suðurs. Hlé varð á gosi í 4
mánuði en 15. ágúst vaknaði eldurinn aftur og fylgdu honum tölu-
verðir landskjálftar (Thoroddsen 1899, bls. 225, 260—261).
Skjálftabelti fyrir Norðurlandi
Fyrir Norðurlandi liggur annað mesta skjálftasvæði landsins og
eru upptök skjálftanna að mestu í sjó. Nær það frá Skagafirði aust-
ur í Axarfjörð og frá norðurströndinni um 100 km á haf út. Gríms-
ey er í miðju þessu belti. Skjálftasvæðið er mun breiðara en á
Suðurlandi og hrinur skjálfta eru þar algengar. Það tengir saman
nyrðra gosbeltið og Kolbeinseyjarhrygg, þar sem hann leggur á haf
út til norðurs. Á þessu svæði er vitað um 5 skjálfta stærri en 6 á
Richterskvarða síðan um 1900 (2. mynd). Skjálftarnir virðast oft
tengdir VNV lægum misgengissprungum (Einarsson 1975a) og sést
ein þeirra á landi í sunnanverðu Húsavíkurfjalli rétt norðan við
Húsavíkurkaupstað, þar sem hún gengur út á Skjálfanda og fer lík-
lega milli Flateyjar og lands. Þessi sprunga hreyfðist harkalega árið
1872 í skjálfta, sem var 6—7 stig á Richterskvarða. Þá gekk flóð-
bylgja á land í Idatey líkt og oft gerist, þegar skjálftar verða á
Kyrrahafi.
Hinn 25. janúar 1885 varð úti í Axarfirði mikill skjálfti (um 6—
6,5 stig að stærð, Tryggvason 1973). í vestanverðu Kelduhverfi
sprakk jörð í sundur og gekk í öldum, upp um sprungurnar gaus
víða mórautt vatn marga laðma í loft upp. Isinn á Víkingavatni var
um i/, m á þykkt, hann brotnaði allur og hrúgaðist saman í garða.
Sléttir sandar norðvestan við Víkingavatn gusu vatni stórkostlega á
þrem stöðurn, voru gosstólparnir svartir á lit og sagðir 50—60 faðma
háir. Kippirnir voru svo harðir og þéttir, að menn gátu ekki staðið