Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 36
138
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
jurt kennd við brá? Jú,
brár okkar eru oft á
hreyfingu, og brár bald-
ursbrárinnar hreyfast
einnig. Hvítu flötu jað-
arblómin eru brárnar og
þær síga niður og leggj-
ast saman á kvöldin og
í dimmviðri, en lyftast
aftur og breiða úr sér á
morgnana, þegar sólin
skín. Með aldrinum
hanga þær jafnan. Ung-
ar körfur baldursbrár
eru flatar, en smám sam-
an verður hið gula, þ. e.
blómstæðið, hvelft og
líkist kúlu. í Noregi,
þar sem til eru hvelfd-
ari tegundir, hafa menn
giskað á, að nafnið hafi
upprunalega verið ,,boll-
urbrá“, Jr. e. hnattbrá,
sbr. orðin bollur, balli
o. s. frv. Vísindanafnið
á okkar baldursbrá er
Matricaria (eða Tripleurospermum) maritima var. phaeosephalum.
Blöð hennar eru fagurgræn og fíngerð, skipt í marga örsmáa flipa
eða bleðla. Eru hinir grænu blaðbrúskar einkar snotrir. Stöngull
er oft uppréttur og greinóttur, en sumir blaðsprotar liggja flatir
eða eru uppsveigðir. Sumir stofnar að mestu flatir. Körfurnar eru
stórar, ein eða fleiri á stöngli og geta orðið margar. Baldursbrá er
mjög breytileg að stærð eftir skilyrðum. í ræktarjörð getur hún
orðið 30—70 cm há. Aldinin eru rnóleit, aflöng, ögn íbogin, með
3—5 upphleypt rif. I>au berast með umferð, varningi, t. d. grasfræi,
og með vindi, og e. t. v. éta fuglar o. fl. dýr Jrau og dreifa þeim.
Baldursbráin vex víða við hús og bæi í frjósamri ræktarjörð. Torf-
veggir og torfþök voru sums staðar alvaxin baldursbrá, og Jrannig
3. mynd. Baldursbrá (Löve, 1970).