Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 42
144 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN líkist því stundum örlitlum blómknappi í vatninu. Hún er sett saman úr átta „skjöldum", en frá miðju hvers skjaldar gengur stutt- ur stafur inn í hirsluna, með löngum uppvöfðum þráðum á end- anum, en í þníðunum myndast frjófrumurnar, sem iiafa tvær svipur, og synda út úr hylkinu þegar það þroskast og renna saman við eggið. Að frjóvgun lokinni lykur eggið um sig þykku hýði, en hirslu- frumurnar leysast að nokkru leyti upp, nema innveggir þeirra vaxa fastir við okfrumuna og mynda skrúfulaga mynstur utan á henni. Að lokum losnar okfruman af móðurjurtinni sem gró. í grói þessu er að vísu aðeins ein fruma, en fleiri liafa þó tekið þátt í myndun þess, og minnir þetta því nokkuð á æðri gróplöntur. Eftir nokkrar vikur eða mánuði getur spírun grósins hafist, en áður hafa þó gerst ýmsar breytingar í því. Kjarni okfrumunnar hefur skipt sér í fjóra kjarna, en aðeins einn þeirra heldur áfram starfsemi sinni. I>ess háttar skipting nefnist á máli fræðimanna rýri- skipting, og henni fylgir fækkun litninga frumunnar um helming. Sú jurt sem vex upp af gróinu er því einlitna, eins og sjálf móður- plantan var. Við höfum hér næsta einstætt dæmi um tiltölulega háþróaða ein- litna jurt, og einnig að því leyti eru kransþörungarnir sérstæðir. Ef til vill skýrir þetta fábreytileika þessa jurtaflokks og það, hversu lítið hann hefur breyst gegnum aldirnar. Kransþörungarnir eru víst ein af þeim blindgötum, sem þróunin hefur farið. Þá hefur dagað uppi fyrir milljónum ára, og því eru þeir sem lifandi nátttröll í plönturíki m'itímans á jörðunni. Kransþörungar eru ferskvatnsplöntur, sem þrífast best á mjúkum leirbotni í tjörnum og vötnum, og vaxa gjarnan á meira dýpi en blómplöntur. I tærum vötnum geta þeir jafnvel vaxið niður á 20— 30 m dýpi, og nýtt sér það litla ljós, sem nær þangað niður. Má því oft tala um sérstakt kransþörungasvæði eða belti í vötnum og tjörnum, utan við það belti, sem blómjurtir vaxa á. Á hinn bóginn eru kransþörungar mjög nákvæmir með efnasam- setningu og eðli vatnsins, og þar sem. stöðuvötn eru breytileg að eðli, vaxa sjaldan margar tegundir saman í þeim, heldur eru ein eða fáeinar tegundir jafnan einráðar í hverju vatni. Því hafa þeir stund- urn verið notaðir til flokkunar á vötnunum, eða á eðli þeirra. Flestar kransjrörungategundir kjósa sér hrein og tiltölulega nær-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.