Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
155
stundað rannsóknir á fiskum Mývatns, svo nokkru nemi. Lamby sótti
efnivið sinn fyrst og fremst í veiði bændanna og eru niðurstöður
lians nær eingöngu miðaðar við bleikju stærri en 30 cm. Núverandi
athugun byggist að mestu á eigin veiðitilraunum og voru notuð til
þess net með mismunandi möskvastærð, og því er unnt að bera sam-
an árganga, bæði hvað varðar fjölda, lengd og fæðuval.
Við skipulagningu og framkvæmd þessara rannsókna var haft
samráð við Dr. Nils A. Nilsson við Sötvattenlaboratoriet, Drotting-
holm í Stokkhólmi. Gagnasöfnun og frumúrvinnsla árið 1973 var
í höndum Ásbjörns Dagbjartssonar, Álftagerði, Mývatnssveit.
Gögn og aðferðir
Gögnum var safnað til rannsókna á íæðuvali, vexti og hlutfalls-
legri stærð árganganna fjórum sinnum á tímabilinu frá júní—
september 1972—1973. Notuð voru net með tólf ólíkum möskva-
stærðum frá 11—75 mm. Hvert net er 3(i m langt. f hverja lögn
voru notuð 5 net eða 180 m löng netatrossa. í nokkrum lögnum
árið 1973 var bætt við netum með annarri möskvastærð til að ná
fiskum úr þeim lengdarllokkum, sem netatrossan veiddi síður. Net
eru mjög veljandi veiðarfæri. Þannig að þau veiða bezt fisk sem
hefur aðeins stærra umrnál en netamöskvinn, en þau veiða einnig
bæði stærri og minni fisk. Til þess að fá hugmynd um hina sönnu
lengdardreifingu stofnsins, er gerð leiðrétting út frá þeim líkum,
sem hver lengd hefur til að festast í netinu (Jensen 1971, Kristjáns-
son 1972). Of lítið veiddist af urriða til að hægt sé að gera honum
viðunandi skil.
Niðurstöður
Heildarveiði bleikju og árgangar
Töflur 1 og 2 sýna heildarveiði og hlutfallið milli árganga bleikj-
unnar árin 1972 og 1973 í Syðri-flóa.
Hinn mikli munur á bleikjuafla á netanótt 1972 og 1973 á rót
sína að rekja til þess að árið 1973 var að koma í ljós hlutfallslega
sterkur stofn, sem klaktist vorið 1972. Þannig er tveggja sumra
fiskur 75% af veiðinni (leiðréttri) árið 1973 móti 40% árið 1972.
Tveggja sumra árgangurinn er vanmetinn, þar sem öll lengdar-