Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 54
156
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
TAFLA I
Heildarveiði i Syðri-flóa 1972 og 1973 (f jöldi)
Fjöldi Leiðrétt Leiðrétt veiði
veiðinátta Veitt veiði /nótt
1972 6 34 220 37
1973 13 232 2216 170
TAFLA 2
Hlutfallið milli árganga i veiði 1972 og 1973
(leiðrétt) í % af heildarveiði
á 2. ári á 3.ári á 4. ári
1972 40 43 17
1973 75 20 5
dreifingin, kemur ekki með í veiðina (sjá næsta kafla), þar að auki
er talið, að minni fiskar veiðist verr en stórir.
Vaxtarhraði
Vatnafiskar taka út megnið af vextinum yfir sumarið, a. m. k.
á norðlægum slóðum. Með því að bera saman meðallengd hinna
mismunandi árganga á tímabilinu júlí—september 1973 (1. mynd)
má gera sér nokkra grein fyrir vaxtarhraða bleikjunnar. Netin
veiða ekkert undir 10 cm, og það er því varla fyrr en um miðjan
ágúst, sem öll lengdardreifing 1. árgangsins kemur fram í veiðinni,
og eftir það vex hann röska 3 cm á mánuði. í Mývatni verður bleikj-
an kynþroska á 4. ári, þá röskir 30 cm á lengd. í Þingvallavatni
verður bleikjan kynþroska við 8—10 ára aldur og er þá 35—40 cm
(Friðriksson 1939). í vatni í Norður-Svíþjóð hal'ði bleikjan ekki
náð 30 cm fyrr en 7—9 ára (Nilsson og Filipsson 1971). Þá er á 1.
mynd einnig sýnd meðallengd tilsvarandi árganga, eins og Lamby
(1941) mældi þá í nóvember 1933, og er vaxtarhraðinn mjög svip-
aður því sem mældist 1973. Bleikjan lengist um 7—8 cm á hverju