Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 68
170
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
þar sem annar eykur vaxtarhraðann og hinn minnkar hættuna á
að verða öðrum fiskum að bráð.
Vaxtarhraði eykst við:
1. hærra hitastig í vatninu
2. meiri næringu
3. dreifðari stol'na (færri fiskar)
4. aukna samkeppnishæfni.
Minni líkur til að verða étinn, ef fyrir hendi eru:
5. færri ránfiskar
6. yngri (minni) ránfiskar
7. varnir gegn ránfiskum
8. meiri skjól, betri búsvæði (habitat).
Hiti og nœring: Hagstæð hitaskilyrði og næringarskilyrði fylgj-
ast oftast að. Ef sumar og haust af þeim sökum eru hagstæð má
reikna með, að fiskurinn vaxi hratt og hrygni í fyrra lagi að hausti.
Af því leiðir, að miklar líkur eru til, að hrognin klekist einnig í
fyrra lagi, og ef vorið er ekki að sama skapi hagstætt er liætt við,
að seiðin fái ekki þá næringu og hitastig, sem þeim er nauðsynlegt
til að ná hæfilegri stærð á sem skemmstum tíma. Fyrir klakið og
þroska seiðanna er mikilvægast að vorið sé hagstætt, einkum ef
hrygningin hafði verið í fyrra lagi haustið áður. Hinn góði tveggja
sumra árgangur, sem vart var við sumarið 1973, gæti átt rætur sín-
ar að rekja til, að vorið 1972 var mjög liagstætt. Sumarið 1973 var
sá árgangur, sem mest veiddist, mjög lélegur og þar af leiðandi
veiðin lítil, og gæti það stafað af slæmu vori 1969.
Dreifðari stofnar (færri fiskar): Minni líkur á samkeppni og þar
af leiðandi meiri vaxtarhraði.
Fœrri í samkeppninni: I Mývatni er hugsanlegt að hornsíli veiti
minni bleikjum harða samkeppni, ef um skort á fæðu er að ræða.
Hornsílin verja sitt búsvæði (revir) á botninum og eru því trúlega
hæfari en smábleikjan að ná botndýrum. Rannsóknirnar á fæðu-
vali bleikju og hornsíla í Syðri-flóa benda til, að hornsíli lifi nær
eingöngu á botndýrum og séu m. a. hæfari en bleikjan til að færa
sér mýlirfur i nyt. Bleikjan hefur aftur á móti mun blandaðra fæðu-
val; betri aðlögunarhæfni.