Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 76
178
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURI N N
Ingólfur Davíðsson:
Stærsta gras jarðar
Grösin okkar íslensku eru ekki há í loftinu. Eitt hið algengasta
og fegursta þeirra, snarrótarpunturinn verður alloft um metri að
hæð og stöku sinnum 125 cm. Húsapuntur verður oft álíka hár og
dæmi eru til þess að liann hafi teygt sig um 2 metia upp í gegn um
runna. Melgrasið þreklega verður allt að 80—100 cm, en hæstur get-
ur skrautpunturinn orðið, allt að 230 cm. En lítið er þetta hjá hæsta
grasi veraldar. Það nær mestum þroska í hitabeltinu og getur þar
vaxið um metra á sólarhring — og á líkingamáli sagt — vaxið upp
fyrir þök flestra húsa á íslandi á tveim þremur vikum! í goðafræð-
inni lesum við, að Heimdallur heyrði gras vaxa. Kannske voru það
fornar sagnir um bambus sunnan úr löndum?
Risagrasið heitir bambus. Þið hafið kannski séð veiðistöng úr
bambus, eða notað bambusstaf á skíðagöngu, svo þið vitið, að hann
er allur í liðum eins og hvert annað grasstrá. Stöngullinn er semsé
holur innan nema um liðina (hnén), þar eru þverveggir eins og í
strái. En bambus er harður, því hann er trénaður og mikill kísill
í honum.
Þetta gras hefur í sér við líkt og tré og runnar. Lítum nú suður
í heimkynni hans í heitum og rökum löndum. I hitasvækjunni í
frumskógum Borneó nota margir bambus til að bera og geyma
drykkjarvatn í. Ef misgrannir stönglar eru sagaðir í sundur á réttan
hátt, fást ílát af ýmsum stærðum, sterk og endingagóð — bollar,
kollur og kirnur, jafnvel tunnur.
í veitingahúsum hinnar miklu Pekingborgar o. fl. stöðum eru
ungir bambussprotar steiktir og etnir sem grænmeti. í Bankok,
Kyoto og miklu víðar gera listfeng-nir menn úr honum blævængi,
flautur og ótal aðra fagra hluti. í mörgum löndum eru göngustafir
úr bambus vinsælir, einnig jurtaprik, veiðistengur, húsgögn o. fl.
Ég veit ekki, hvernig ég gæti lifað án bambus, segir margur Suður-