Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 82
184
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
orðinn líkur því, sem er í úthaga. Telur finnandinn, að vaxtarsvæði
fífilsins hafi ekki verið meira en á að giska 2—3 fermetrar.
Umræddur fífill telst til þeirrar undafífilsdeildar, sem á vís-
indamáli er nefnd Pilosella eða Íslandsfífilsdeild á íslensku. Telja
sumir grasafræðingar deild þessa sérstaka ættkvísl. Hérlendis eru
nú taldar þrjár tegundir fífla til Íslandsfífilsdeildar:
1. Íslandsfífill (Hieracium islandicum (Lge) Dahlst.) — var áður
deilt í 2 tegundir.
2. Roðafífill (Hieracium aurantiacum L.).
3. Snoðkollsfílill (Hieracium de.pilans Dahlst.).
Auk þess, sem talið hefur verið, er tilfært afbrigði af síðast-
nefndri tegund: var. subdepilans; á afbrigði þetta að hafa íundist
á 3 stöðum; á tveimur stöðum vestanlands og á einum stað austan-
lands.
Hin nýja tegund er einliöfða og mjög fíngerð planta, algerlega
burstháralaus, og er stöngullinn alsettur smásæjum kirtilhárum,
að öðru leyti svipar henni til H. depilans.
Hér fer á eftir lýsing af hinni nýju undafífilstegund:
PILOSELLOIDEA Nageli & Peter
Hieracium paulssonii (Óskarsson)
liizoma sat tenue. Stolones graciles. Caulis simplex 12—16 cm altus rubescens,
epilosus, densius pseudoglandulosus, supremus disperse glandulosus et dense
floccosus. Folia radicalia breviter obovata vel spathulata integerrima, petiolis
brevibus alatisque, basin versus longe pilosa, cetera nuda, omnia leviter rubro-
tincta. Folia caulina numero 1—2, inferius oblongum — lanceolatum subacutum
proxime rosulum insertum, superius (si adest) parvum bracteiforme. Capitulum
unicum, parvulum. Involucrum 7 mm altum. Squamae obtusae — subacutae
late viridi-marginatae apice rubro-fuscae epilosae glandulae atrae in dorso
scjuamarum, ad basin floccis parcis praeditae. Ligulae obscure luteae longius
dentatae, dentibus non ciliatis. Styli clare lutei.
In campo sicco viciniae orientalis Reykjavikensis
apud Grafarholt 29/7 1973.
Leg: J. Pálsson.