Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 84
186
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Eyþór Einarsson:
Flóra og gróður Herðubreiðarlinda
(ásamt Herðubreið) og Grafarlanda eystra
Inngangur
Herðubreiðarlindir hafa lengi verið þekktar sem ein fegursta
gróðurvin miðhálendisins, þar sem blátærar lindir og lygnar tjarnir
umvafðar gróskumiklum gróðri eru sem paradís mitt í auðn sanda
og blásinna hrauna. í Grafarlöndum eystri er einnig býsna grósku-
legt og gxóðurinn þar allt að því eins fjölskrúðugur; en þó þau séu
þekktari sem beitar- og afréttarland, þar sem þau eru nær byggð, þá
eru þau ekki eins rórnuð fyrir fegurð og Herðubreiðarlindir. Bæði
þessi svæði voru, ásamt Herðubreið sjálfri, friðlýst sem friðland sam-
kvæmt náttúruverndarlögum árið 1974 og nefnist það Herðubreiðar-
friðland. Mörk friðlandsins eru bein lína frá ármótum Kreppu og
Jiikulsár að róturn Herðubreiðar þar sem hún nær lengst í suðaustur;
þaðan vestur, norður og austur með fjallsrótum þangað sem þær ná
lengst í norðaustur; síðan bein lína að Jökulsá um hátind Fremsta-
fells og loks þaðan suður með Jökulsá að ármótum hennar og
Kreppu.
Beggja þessara gróðurvinja hefur nokkuð verið getið á prenti. Þor-
valdur Thoroddsen dvaldi í hálfan mánuð í Herðubreiðarlindum
á ferð sinni um Ódáðahraun 1884 og getur Jreirra og Grafarlanda
bæði í Ferðabók sinni (Þorvaldur Thoroddsen, 1913) og í Lýsingu
íslands (Þorvaldur Thoroddsen, 1908). Á hvorugum staðnum eyðir
Þorvaldur þó nema örfáum línum í að segja frá gróðurfari þessara
fallegu vinja, en lýsir fyrst og fremst landslagi og jarðmyndun og
getur nokkuð hins fagra útsýnis þaðan og hillinganna sem þar eru
tíðar á sólríkum morgnum.
í alllangri grein um Brúaröræfi, sem birtist í ritsafninu Hrakn-
ingar og heiðavegir, og síðar í ritgerðasafninu Frá óbyggðum, getur
Pálmi Hannesson (1950) um Grafarlönd og gróðurfar þar, en þó
ekki nema í nokkrum orðum. Sömu sögu er að segja um Ólaf Jóns-
son, sem skrifaði kafla um Herðubreiðarlindir í verk sitt um Ódáða-