Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 88

Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 88
190 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN breiðarlindum. Hann talar nm að sunnanslagviðrin nái ekki teljandi norður yfir Vatnajökul, og norðaustansúldin hafi misst allan mátt ]:>egar komið sé þetta langt suður á öræfin, oft sé þoka og skririr á næstu fjöllum þó þurrt sé og jafnvel sólskin í Lindunum. Sérstak- lega getur Ólafur kvöldblíðunnar og fegurðarinnar eins og Þorvald- ur, þegar skýin greiðist sundur og norðaustanstrekkingurinn deyi út, nóttin þokist yfir landið og ekkert rjúfi öræfakyrrðina nema hjalið í lindunum og kvakið í steindepilshjónum sem eigi bú í hraunholu rétt hjá. í Herðubreiðarlindum og Grafarlöndum er frekar snjólétt á vetr- um, sökum þess hve loftslagið er þurrt, en samt snjóar þar nokkuð. Jafnvel á sumrin koma þar snjóél af og til, í þeim hef ég lent sjálfur oftar en einu sinni, en þann snjó tekur venjulega fljótt upp. Snjór liggur í giljum og gjótum í hlíðum Herðubreiðar, einkum að norð- vestan, fram eftir öllu sumri. Uppi á Herðubreið liggur einnig hjarn mjög lengi og vafasamt það bráðni allt á köldurn sumrum, t. d. fannirnar í gígnum. Þegar rigningarskúrir eru í Lindunum snjóar iðulega uppi á Herðubreið, svo þar uppi er oft stutt á milli snjóa liðins vetrar og vors og komandi hausts og veturs. Litmyndin sem fylgir þessari grein er tekin morguninn eftir slíkt sumarél. Flóra í kafla um gróðurfar í ritgerðinni An Account of the Physical Geography of Iceland telur Þorvaldur Thoroddsen (1914) upp 27 tegundir sem hann segist hafa safnað í Herðubreiðarlindum; sam- kvæmt mínum athugunum mega þær nær allar teljast algengar þar. í grein sinni í Landinu þínu telur Steindór Steindórsson (1968 a og b) 72 tegundir háplantna vaxa í Herðubreiðarlindum en getur ekki nafna nema örfárra einstakra tegunda og lieldur ekki um teg- undafjölda í Grafarlöndum eystri. í öðrum heimildum, sem mér eru kunnar, er ekkert sagt lrá flóru eða tegundafjölda þessara svæða. Á þessum slóðum hef ég fundið alls 99 tegundir háplantna, þar af 88 í Herðubreiðarlindum og 8, sem ekki vaxa í Lindunum, hef ég fundið í hlíðum Herðubreiðar. í Grafarlöndum hef ég fundið 71 tegund háplantna og vaxa þær allar í Herðubreiðarlindum, nema 2 tegundir vatnaplantna sem vaxa í smátjörn í Grafarlöndum og ein
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.