Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 88
190
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
breiðarlindum. Hann talar nm að sunnanslagviðrin nái ekki teljandi
norður yfir Vatnajökul, og norðaustansúldin hafi misst allan mátt
]:>egar komið sé þetta langt suður á öræfin, oft sé þoka og skririr á
næstu fjöllum þó þurrt sé og jafnvel sólskin í Lindunum. Sérstak-
lega getur Ólafur kvöldblíðunnar og fegurðarinnar eins og Þorvald-
ur, þegar skýin greiðist sundur og norðaustanstrekkingurinn deyi út,
nóttin þokist yfir landið og ekkert rjúfi öræfakyrrðina nema hjalið
í lindunum og kvakið í steindepilshjónum sem eigi bú í hraunholu
rétt hjá.
í Herðubreiðarlindum og Grafarlöndum er frekar snjólétt á vetr-
um, sökum þess hve loftslagið er þurrt, en samt snjóar þar nokkuð.
Jafnvel á sumrin koma þar snjóél af og til, í þeim hef ég lent sjálfur
oftar en einu sinni, en þann snjó tekur venjulega fljótt upp. Snjór
liggur í giljum og gjótum í hlíðum Herðubreiðar, einkum að norð-
vestan, fram eftir öllu sumri. Uppi á Herðubreið liggur einnig hjarn
mjög lengi og vafasamt það bráðni allt á köldurn sumrum, t. d.
fannirnar í gígnum. Þegar rigningarskúrir eru í Lindunum snjóar
iðulega uppi á Herðubreið, svo þar uppi er oft stutt á milli snjóa
liðins vetrar og vors og komandi hausts og veturs. Litmyndin sem
fylgir þessari grein er tekin morguninn eftir slíkt sumarél.
Flóra
í kafla um gróðurfar í ritgerðinni An Account of the Physical
Geography of Iceland telur Þorvaldur Thoroddsen (1914) upp 27
tegundir sem hann segist hafa safnað í Herðubreiðarlindum; sam-
kvæmt mínum athugunum mega þær nær allar teljast algengar þar.
í grein sinni í Landinu þínu telur Steindór Steindórsson (1968
a og b) 72 tegundir háplantna vaxa í Herðubreiðarlindum en getur
ekki nafna nema örfárra einstakra tegunda og lieldur ekki um teg-
undafjölda í Grafarlöndum eystri. í öðrum heimildum, sem mér
eru kunnar, er ekkert sagt lrá flóru eða tegundafjölda þessara svæða.
Á þessum slóðum hef ég fundið alls 99 tegundir háplantna, þar
af 88 í Herðubreiðarlindum og 8, sem ekki vaxa í Lindunum, hef
ég fundið í hlíðum Herðubreiðar. í Grafarlöndum hef ég fundið 71
tegund háplantna og vaxa þær allar í Herðubreiðarlindum, nema 2
tegundir vatnaplantna sem vaxa í smátjörn í Grafarlöndum og ein