Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 94
196
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN
Á eyrunum aðeins fjær ánni er jarðvegur þurr og gróskan miklu
minni, en hrossanál og hálmgresi vaxa þó hér á strjálingi ásamt geld-
ingahnappi, lágvaxinni og skriðulli klóelftingu, fjallapunti, ax-
hæru, holurt, melskriðnablómi og melanóru.
Umhverfis smátjarnir á eyrunum vaxa einkurn mýrastör, hrafna-
fífa, hrossanál, grávíðir, lyfjagras, hvítstör og augnfró. Tciluvert er
hér um mosa og einnig á árbökkunum, einkum lindamosa (Pohlia
wahlenbergii) og dýjamosa (Philonotis fo?ila?ia).
Sandhólar og sendnir melar, sem liggja hærra en eyrarnar og eru
því enn þurrari, eru liér og þar og sums staðar nokkuð grónir. Þar
vaxa melgras, klóelfting, blásveifgras, gulmaðra, vallhumall, holurt,
lambagras, melskriðnablóm, grávíðir, túnvingull, blóðberg, skegg-
sandi, fjallasveifgras, bjúgstör, beitieski og móasef.
Umhverfis uppspretturnar og i hallinu með hraunjaðrinum er
gróskan í Lindunum mest. Þetta eru nokkuð stórar spildur með
nærri samfelldum gróðri sem er einna þroskalegastur í krikanum
við Eyvindarkofa þar sem Lindaáin sveigir til norðurs en hraun-
hallið vestan hennar er sérlega fagurt og tegundaríkt. Þarna vaxa
mjög fallegar og stórar ætihvannir, gulvíðir, grávíðir, smjörgras, vall-
humall, kornsúra, klóelfting, beitieski, bláberjalyng, fjallafoxgras,
mýrasóley, klukkublóm, fjallafífill, lindadúnurt, vegarfi, friggjar-
gras, lógresi, fjalladúnurt, jakobsfífill, krækilyng, sýkigras, brenni-
sóley, engjafífill, blóðberg, tungljurt, melgras, túnvingull, fjalla-
sveifgras, blásveifgras, gidmaðra, loðvíðir, ljónslappi, blávingull,
vallarsveifgras og augnfró.
Á syllum og glufum í hraunveggnum upp frá hallinu vaxa liolta-
sóley, krækilyng, lambagras, blóðberg, hvítmaðra, smjörgras, mela-
nóra, blásveifgras, tófugras, músareyra, melskriðnablóm, kornsúra,
túnvingull, vetrarblóm, skeggsandi, gulmaðra, axhæra, móasef og
þursaskegg.
Hraunið sjálft er frekar lítið gróið því það er mjög þurrt. Nokkuð
er þó um fléttur á hraunhellunum, einkum skorpufléttu, en grá-
breyskingur (Slereocaulon) og grámosi (Racomitrium la?iuginosum)
vaxa hér og þar. í sprungum og lægðum sem sandur liefur safnast í
vaxa ýmsar mela- og móaplöntur; víðast er hér einungis um að ræða