Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 97
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
199
Milli 700 og SOO m hœðar fundum við 19 tegundir. Melgrasið var
horfið, einnig bjúgstör, krækilyng, blóðberg og túnvingull, grávíð-
irinn orðinn skriðulli, en aðrar tegundir þær sömu og áður og fjall-
hæra og melanóra höfðu bæst við. Mjög mikið var af grábreyskingi
á steinum, enda fjölmargir steinar þarna í norðvesturhlíðinni þar
sem við gengum upp og miklu fastara og betra upp að ganga, þó
bratt væri, en ég hafði haldið.
Milli 800 og900 m hæðar fundum við 14 tegundir háplantna: Músar-
eyra, axhæru, fjallhæru, grasvíði, geldingahnapp, lambagras, grávíði,
vetrarblóm, þúfusteinbrjót, ólafssúru, melskriðnablóm, fjallasveif-
gras, lotsveifgxas og melanóru. Allmikið var af grábreyskingi og grá-
mosa og einnig geitaskófum (Umbilicaria). í 890 m hæð rákumst við
fyrst á hina harðgerðu fléttutegund, skeggfléttu (Neurophogon sul-
phureus).
Milli 900 og 1000 m hœðar fundum við 16 tegundir háplantna þarna
milli steina í skriðunum, allar sömu tegundir og í síðasta áfanga og
snækrækil og hagavorblóm til viðbótar. Mikið var urn fléttur, eink-
um grábreysking og geitaskófir en einnig kragafléttu (Placopsis ge-
lida) og tegundir af ættkvíslunum Alectoria og Parmelia. Allmikið
var af grámosa og gamburmosa (Racomitrium canescens) og svart-
mosa (Andreaea rupestris).
Milli 1000 og 1100 m hæðar fundum við 14 tegundir háplantna í
urðum og skriðum: Músareyra, grasvíði, axhæru, fjallhæru sem nú
var orðin algengari en axhæran, ólafssúru, fjallasveifgras, grávíði,
þúfusteinbrjót, lotsveifgras, vetrarblóm, fjallafræhyrnu, melskriðna-
blóm, snæsteinbrjót og melanóru. Fléttur og mosar svipað og í síð-
asta áfanga.
Milli 1100 og 1200 m hœðar fundum við 16 tegundir, en nú hafði
landið breyst nokkuð því við vorum komin upp undir kletta þar sem
raki seytlaði niður og smá mosaflekkir uxu í klettaskorum og á
syllum og í mosanum tegundir háplantna sem við höfðum ekki séð
hér áður, bæði dvergsóley, dvergsteinbrjótur og lækjasteinbrjótur.
Aðrar tegundir voru þúfusteinbrjótur, ljallhæra, fjallasveifgras, ól-
afssúra, grasvíðir, músareyra, fjallafræhyrna, vetrarblóm, fjallapunt-
ur, melskriðnablóm, jöklasóley og lambagras. Enn var nokkuð um
grábreysking, geitaskófir, grámosa, kragafléttu og svartmosa en einn-
ig fundum við glóðarskóf (Solorina crocea) og mosategundirnar Poly-
trichum alpinum, Drepanocladus uncinatus, Dicranoweisia crispula,