Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 98

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 98
200 NÁTTÚ RU FRÆÐIN GURINN Distichum capillaceum og Bartramia ithyophylla. Mosana úr Herðu- breið hefur Bergþór Jóhannsson, grasafræðingur, góðfúslega ákvarð- að fyrir mig. Milli 1200 og 1300 m hœðar fór plöntutegundum hraðfækkandi, enda lá leiðin hér upp snarbratta og lausa skriðu í breiðri gjótu, sem snjór var nýbráðnaður úr þó kominn væri 20. ágúst, og síðan lausa og sprungna klettakamba. Hér sáum við hvorki mosa né flétt- ur en fundum 5 tegundir háplantna, þúfusteinbrjót, fjallasveifgras, snæsteinbrjót, vetrarblóm og skriðnablóm. Ofan 1300 m hœðar fundum við engar háplöntur á leið okkar. Snjó- hraglandi var og þegar upp á fjallsbrúnina kom voru rifur og glufur milli steina víða fullar af snjó, en undir honum kunna að hafa leynst einhverjar harðgerðar plöntur sem við sáum ekki. Annars er fjallið að ofan allt þakið mjög veðruðu og sundursprungnu hrauni sem orðið er að grófri urð þar sem steinarnir liggja það þétt saman að varla sér í jarðveg milli þeirra. Séu Jrarna háplöntur er það áreið- anlega mjög af skornum skammti. Snjór bráðnar líka afar seint þarna uppi og vafasamt hann taki upp þegar illa árar og hríðargusur koma annað slagið allt sumarið svo vaxtartíminn er áreiðanlega mjög stuttur. Steinar og nibbur standa þó upp úr snjó töluvert lengur, enda sáum við bæði fléttur og mosa á slíkum steinum allt upp í 1500 m hæð og voru það einkum grábreyskingur, gamburmosi og svartmosi, en einnig mosarnir Arctoa fulvella og Drepanocladus uncinalus. Þaðan og upp á topp var ekkert að sjá íyrir snjó, þar var þreifandi snjóbylur. Gróðurfar Grafarlanda eystri í Lýsingu íslands er Þorvaldur Thoroddsen (1908) ekki síður fá- orður um gróðurfar í Grafarlöndum en í Herðubreiðarlindum, en þar segir einungis að fram með Grafarlandaá sé mjó gróðurræma á bökkunum og sé þar mest víðislauf og annar sauðgróður. Hefur hon- um greinilega jrótt þar lítið að bíta iyrir hesta sína og lélegra en í Lindunum. I Ferðabók er lýsingin örlítið nákvæmari; þar segir Þor- valdur (1913) að vísu fyrst að meðfram Grafarlandaá allri sé gras- ræma og sé það mest víðislauf og annar sauðgróður, en bætir síðan við að næst bakkanum sé mýrgresisrönd, 1—2 fet að þvermáli, þá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.