Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 98
200
NÁTTÚ RU FRÆÐIN GURINN
Distichum capillaceum og Bartramia ithyophylla. Mosana úr Herðu-
breið hefur Bergþór Jóhannsson, grasafræðingur, góðfúslega ákvarð-
að fyrir mig.
Milli 1200 og 1300 m hœðar fór plöntutegundum hraðfækkandi,
enda lá leiðin hér upp snarbratta og lausa skriðu í breiðri gjótu,
sem snjór var nýbráðnaður úr þó kominn væri 20. ágúst, og síðan
lausa og sprungna klettakamba. Hér sáum við hvorki mosa né flétt-
ur en fundum 5 tegundir háplantna, þúfusteinbrjót, fjallasveifgras,
snæsteinbrjót, vetrarblóm og skriðnablóm.
Ofan 1300 m hœðar fundum við engar háplöntur á leið okkar. Snjó-
hraglandi var og þegar upp á fjallsbrúnina kom voru rifur og glufur
milli steina víða fullar af snjó, en undir honum kunna að hafa
leynst einhverjar harðgerðar plöntur sem við sáum ekki. Annars er
fjallið að ofan allt þakið mjög veðruðu og sundursprungnu hrauni
sem orðið er að grófri urð þar sem steinarnir liggja það þétt saman
að varla sér í jarðveg milli þeirra. Séu Jrarna háplöntur er það áreið-
anlega mjög af skornum skammti. Snjór bráðnar líka afar seint
þarna uppi og vafasamt hann taki upp þegar illa árar og hríðargusur
koma annað slagið allt sumarið svo vaxtartíminn er áreiðanlega mjög
stuttur.
Steinar og nibbur standa þó upp úr snjó töluvert lengur, enda
sáum við bæði fléttur og mosa á slíkum steinum allt upp í 1500 m
hæð og voru það einkum grábreyskingur, gamburmosi og svartmosi,
en einnig mosarnir Arctoa fulvella og Drepanocladus uncinalus.
Þaðan og upp á topp var ekkert að sjá íyrir snjó, þar var þreifandi
snjóbylur.
Gróðurfar Grafarlanda eystri
í Lýsingu íslands er Þorvaldur Thoroddsen (1908) ekki síður fá-
orður um gróðurfar í Grafarlöndum en í Herðubreiðarlindum, en
þar segir einungis að fram með Grafarlandaá sé mjó gróðurræma á
bökkunum og sé þar mest víðislauf og annar sauðgróður. Hefur hon-
um greinilega jrótt þar lítið að bíta iyrir hesta sína og lélegra en í
Lindunum. I Ferðabók er lýsingin örlítið nákvæmari; þar segir Þor-
valdur (1913) að vísu fyrst að meðfram Grafarlandaá allri sé gras-
ræma og sé það mest víðislauf og annar sauðgróður, en bætir síðan
við að næst bakkanum sé mýrgresisrönd, 1—2 fet að þvermáli, þá