Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 109
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
209
Erling Ólafsson:
Drekaflugan Hemianax ephippiger (Burm.)
(Odonata), óvæntur gestur á Islandi
í hinni heldur fátæklegu skordýrafánu íslands er fátt tegunda, sem
með litskrúði eða öðrum glæsileik vekja athygli manna. Stór og
framandi skordýr berast þó endrum og eins til landsins. Slík eru
í flestum tilvikum flækingsdýr frá nágrannalöndunum. Mest ber
á ýmsurn tegundum fiðrilda, sem berast yfir hafið með hagstæðum
vindum. Einnig er það títt, að ýmis skordýr, bæði fleyg og ófleyg,
berist til landsins með flutningaskipum og farmi þeirra.
í Náttúrufræðingnum, 11. hel'ti (1941), er grein eftir Árna Frið-
riksson um glermey, sem fundist liafði lifandi seint í september
1941 að Varmahh'ð í V.-Eyjafjallahreppi, Rang. Fundur þessi vakti
verðskuldaða atliygli, þar sem glenneyjar eða drekaflugur, eins og
þær heita öðru nafni, höfðu ekki áður fundist á íslandi. Árni Frið-
riksson áleit dýrið tilheyra ættkvíslinni Aeshna, en nokkrar tegund-
ir þeirrar ættkvíslar eru algengar í norðanverðri Evrópu og eru
einhver stærstu skordýr, sem þar er að finna. Eintakið, sem hér um
ræðir, er varðveitt í safni Geirs Gígja.
Mörgum árum síðar barst Náttúrugripasafninu í Reykjavík önn-
ur drekafluga, sem fundist hafði dauð að Núpum í Hörglands-
hreppi, V.-Skaft., 11. okt. 1964 (finnandi Þórdís Ólafsdóttir). Bæði
eintökin, sem nefnd hafa verið, komust skömmu síðar í hendur er-
lends sérfræðings. Þau reyndust tilheyra tegundinni Hemianax
ephippiger (Burm.), eldra eintakið karlfluga en hitt kvenfluga
(Norling, 1967). Heimkynni tegundarinnar eru í Afríku og suð-
vestanverðri Asíu. Hún vex upp í pollum og tjörnum í eyðimörk-
um. Tegundin er, eins og flestar drekaflugur, gædd frábærri flug-
fimi, enda þarf hún á henni að halda, þar sem hún þarf sífellt að
vera á flótta undan löngum þurrkatímum. Hún slæðist Jrví gjarn-
an út fyrir hin raunverulegu heimkynni sín, jafnvel alla leið til ís-
lands, eins og fram hefur komið. í Evrópu var tegundin áður þekkt
14