Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 4
lagi miðað við meðaitaí anriarra Íand-
grunnssvæða. Þó verður að minna á,
að miklar sveiflur geta verið á upp-
skeru hafsins á Islandsmiðum, eigi
síður en á þurru landi. Þannig var
framleiðsla lífrænna efna mjög lág
við Norður- og Austurland á kulda-
tímabilinu 1965—69 og má færa að
því gild rök, að þessi „kalár“ hafi
valdið okkur miklum búsifjum, sem
frani komu í minnkandi fiskstofnum
og lélegum fiskárgöngum frá jtessu
tímabil.
Mér hefur orðið nokkuð tíðrætt
um plöntur hafsins og framleiðslu
jteirra á lífrænum efnum, ekki síst
vegna j>ess, að niðurstöður rannsókna
á jiessu sviði gefa okkur til kynna, hve
mikið beitarjjol er á tilteknu hafsvæði
og hve stórar hjarðir fái lifað þar.
Mælingar á framleiðslu þörunga á
lífrænum efnum eru Jtví liður í einni
aðferð til að gera sér grein fyrir liugs-
anlegri hámarksstærð fiskstofna og af-
rakstursgetu Jteirra. Talið er (Þórunn
Þórðardóttir, 1977), að þörungarnir á
Islandsmiðum bindi uni 36 milljónir
tonna af kolefni í ífrænum efnasam-
böndum árlega.
Fœðukeðjan og afrakstursgetan
Því miður er enn ekki unnt að nýta
hið örsmáa plöntusvif. Á ]jví nærast
hins vegar svifdýrin, svo sent rauðáta
og ljósáta, en átan er mikilvæg fæða
fyrir uppsjávarfiska eins og loðnu,
en á loðnunni lifa aðrir fiskar og svo
koll af kolli. Slíka runu dýra, jjar sent
eitt étur annað, nefnum við fæðu-
keðju (1. mynd), en við hvern hlekk
sem við færumst aftar í keðjuna, nýt-
ist til vaxtar aðeins um 15% jjeirrar
læðu sem neytt er. Ef gert er ráð fyrir
|jvj, að uppsjávarfiskar myndi annan
til jjriðja hlekk fæðukeðjunnar talið
frá jjörungum, má færa að ]jví rök
að afrakstursgeta slíkra stofna á ís-
andsmiðum geti numið allt að 2
milljónum tonna á ári. Sé á sama hátt
gert ráð fyrir |jví, að botnfiskar myndi
1. mynd. Nokkrir hlekkir í fæðukeðju. Einfölduð mynd. — The food chain simplified.
98