Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 6
3. mynd. Stæri'j norsk-ísl.
síldarstofnsins var reiknuð
eftir endurheimtum síldar-
merkja. Síldin var merkt
við Norður- og Austurland
en merkin fundust í Nor-
egi. — Abundance estimates
oj the Atlanto-Scandian
Herring based on iagging
results.
stærðin því ofmetin. Þar sem um stál-
merki var að ræða, er rafseglar drógu
úr síldarmjöli verksmiðjanna, varð að
prófa rafseglana í öllum sildarverk-
smiðjum Noregs, a. m. k. einu sinni
á ári. Þetta var gert með því að
merkja dauða síld um borð í síld-
veiðiskipum, eða í þróm verksmiðj-
anna og kanna svo, Iive mikill hluti
merkjanna kæmi fram á rafseglunum.
Þessir útreikningar voru fyrst gerðir
og útkoman birt árið 1961. í öllum
aðalatriðum liafa þessar niðurstöður
reynst réttar, enda jrótt ekkert tillit
væri tekið til þeirra við stjórnun
veiða. Á sama hátt voru endurheimt-
ur síldarmerkja hér sunnanlands not-
aðar til að reikna út stærð íslensku
suðurlandssíldarinnar 1962—1966. —
Niðurstöðum síldarmerkinganna ber
vel saman við síðari stofnstærðarút-
reikninga, er byggðir eru á aldurs- og
aflabrögðum (4. mynd).
Aldurs-afla aðferðin
Allt frá byrjun þessarar aldar hefur
aldur fiska verið lesinn í árhringjum
hreisturs eða kvarna. Slíkar aldurs-
ákvarðanir leiddu í ljós, að miklar
sveiflur eiga sér oft stað að jjví er
varðar stærð árganganna. Þessar nið-
urstöður var reynt að nota til að skýra
aflasveiflur af náttúrunnar völdum.
öruggar aldursákvarðanir eru einnig
forsenda þess, að unnt sé að fylgjast
með áhrifum veiða á fiskstofna. Þær
eru þá notaðar til að reikna út hve
margir fiskar af tilteknum árgangi
veiðast frá ári til árs.
Ef gera á tilraun til að útskýra
nánar þær aðferðir, sem byggja á ald-
ursgreiningu og fjölda fiska í afla,
verður ekki hjá jjví komist að gera
grein fyrir nokkrum hugtökum sem
lesendum eru e. t. v. framandi. Hugs-
urn okkur l. d. ;tð fjöldi lifandi 2ja
ára fiska hafi verið N0 eittlivert til-
100