Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 10
8. mynd. Mælingar á sumargotssíld á vetursetustöðvum við Ingólfshöfða í desember
1977. Myndin sýnir siglingalínur rannsóknaskips og ytri mörk síldartorfanna. Tölur
eru mæligildi tegrunarmælis og eru í hlutfalli við magn síldar. — Conrse lines, extenl
ancl echointegrator values of overwintering herring concentrations at S.E. Iceland in
December 1977.
]jví, að hljóðöldur eru sendar frá skip-
inu og síðan hlustað eftir bergmáli
frá botni, fiskitorfum eða einstökum
fiskum. Undanfarin ár hefur tækni í
gerð þessara tækja fleygt ört fram.
Dýptarmælar af nýjustu gerð sýna t.
d. endurvarp af einstökum fiskum á
meira en 400 m dýpi.
Með ýmsum viðbótartækjum, t. d.
svokölluðum tegrunarmælum (inte-
grator), sem tengdir eru dýptarmæl-
unum, er unnt að fá töluleg gildi um
endurvarp frá þeim fiski, sem lendir
í sendigeisla dýptarmælisins. Þessi
gildi eru visst fall af fiskmergðinni á
tilteknu svæði, eða á öllu útbreiðslu-
svæði stofnsins, eftir því hverjar að-
stæður eru. Slíkar mælingar hafa bor-
ið góðan árangur, t. d. að því er varð-
ar stærð kolmunnastofnsins í Norður-
Atlantshafi og loðnustofnsins í Bar-
entshafi. Bergnrálsaðferðin er einnig
notuð, í nokkuð breyttu formi, við
mælingar á fiskseiðum, en þær niður-
stöður eru svo notaðar við stofnstærð-
ar- og aflaspár.
Undanfarin 5 ár hefur verið reynt
að nota þessa aðferð til að mæla síld-
armergðina á vetursetustöðvum við
Ingólfshöfða og Hrollaugseyjar. Oft-
ast hefur verið um eina torfu að ræða
á tiltölulega takmörkuðu svæði, en á
s.l. vetri (1977—1978) voru þær tvær,
eins og 8. myndin sýnir. Með því að
sigla yfir torfuna á skipulegan hátt er
kannað rækilega hve stór hún er.
tölugildi sem eru í réttu hlutfalli við
síldarmergðina á hverri sjómílu er
skráð sem ris tegrunarmælis. Með því
að bera saman þessar tölur frá ári til
104