Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 11
árs sést hvernig síldin liefur aukist á
vetursetustöðvunum. Sanrkvæmt þess-
um mælingum hefur síldarmergðin
1977 verið 8,6 sinnum meiri en hún
var 1973, þegar þessar mælingar hóf-
ust. Leiða má rök að því að mælitöl-
urnar 1977 jafngildi um 150.000 tonn-
um af síld. Ef tekið er tillit til aldurs-
skiptingar síldarinnar á vetursetu-
stöðvunum, er að sjálfsögðu unnt að
reikna hvernig þessi 150.000 tonn
skiptast eftir árgöngum. Ef þessi fjöldi
er síðan borinn saman við það sem
aflaðist á síðastliðnu hausti, er unnt
að nota jöfnurnar, sem rætt var um
hér að framan, til að reikna byrjunar-
gildi dánarstuðla, er síðan eru notaðir
við stofnstærðarútreikninga eins og
að framan er rakið.
Niðurlag.
Hér að framan hefur verið minnst
á nokkrar aðferðir til að meta stærð
fiskstofna og framleiðslugetu íslenska
hafsvæðisins. Ég óttast þó, að engir
útreikningar, hversu nákvæmir sem
þeir kunna að verða, muni breyta
þeirri staðreynd, að hér eftir sem
hingað til verðti þeir margir Tómas-
arnir á vorum dögum ekki síður en á
dögum Krists, sem engu trúa og ekki
láta sér segjast fyrr en allir fiskar,
jafnt merktir sem ómerktir eru á land
komnir.
HEIMILDIR
Pálsson, Ólafur K., 1977: Framleiðslugeta
og nýting dýrastofna á Islandsmið-
um. Rit Landverndar, 5.
Þórðardóttir, Þórunn, 1977: Framleiðni
þörungasvifsins í sjónum við Island.
Rit Landverndar, 5.
S U M M A R Y
Assessment of tlie size of fish stocks
by Jakob Jakobsson
Marine Research Institute, Reykjuvik
The important role of nutrients and
primary production in determining fish
production is discussed, especially with
reference to measurements of tliis type in
Icelandic waters. Atterition is drawn to
the fact that for any given fish stock
its position in the food chain greatly af-
l'ects its production capacity.
Three methods of assessing self-sustain-
ed fish strocks are described i.e. tagging,
virtual population analysis, and echo
abundance survey. All tliree methods
Iiave been used by the author in order
to assess the state of the herring stocks
at Iceland. The results are illustrated.
105