Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 14
2. mynd. Nærmynd af samsvörun jarðmyndana í V-Afríku og Brasilíu. Tölur: aldur
í milljónum ára (Wyllie, eftir Hurley 1973).
landrekskenninga, heldur mætti betur
gera grein fyrir öllum viðkomandi
fyrirbrigðum í jarðfræði eftir öðrum
leiðum, svo sem með hægfara sam-
drætti jarðskorpunnar utan um kóln-
andi jörð, sjávarstöðubreytingum og
staðbundinni eldvirkni. Úthöfunum
var lítt gefinn gaumur.
Ný gögn koma frarn (1950—1970)
Frá því um 1950 jókst með sívax-
andi hraða flæði nýrra upplýsinga
um jarðfræði og jarðeðlisfræði hvar-
vetna. Stafaði það af mörgu: auknum
mannafla, fjármagni, samgöngum og
útgáfustarfsemi; nýrri eða stórbættri
mælitækni, sumpart af hernaðarlegum
uppruna; framförum í gagnavinnslu,
einkum í tölvum, o.fl. Eftirtaldar
mæliniðurstöður urðu þess einna helst
valdandi, að fram lilutu að konta nýj-
ar kenningar um hegðun elri laga
jarðarinnar. Erfitt er að vísu að tíma-
setja það, livenær liver tegund niður-
staðna náði því stigi að almennt yrði
ljóst ntikilvægi hennar eða tengsl við
aðrar, en meginatriði þeina sem hér
að neðan eru merktar 1-5, voru allvel
staðfest fyrir eða um 1962, hinna síð-
ar. Ýmsar upplýsingar, sem yngri eru
en 1970, fljóta þó með hér í texta og
108