Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 15
Dýpi faðmar
400
800
1200
1600
2000
2400
2800
3200
r^,
Mi6- **
dalur
—--------------------------------- 900 km -----------------------------------*■“
3. mynd. Þversnið a£ landslagi undir Norður-Atlantshafi. Lóðréttur mælikvarði mjög
ýktur. Neðri myndin sýnir aðeins Mið-Atlantshafshrygginn, með setlögum í dökkum
lit. (K. Turekian: Oceans, 1968, eftir Ewing o. fl.)
myndurn, en annarra er getið í næsta
kaí'la.
1. Ytarlegar bergmálsdýptarmæling-
ar á úthöfunum sýndu, að breiðir
fjallshryggir lágu um þau (3. mynd)
nokkuð samfellt. Er Mið-Atlantshafs-
hryggurinn kunnastur þeirra. Ýmis
landslagseinkenni bentu til þess, að
rnestu hryggirnir væru væru að gliðna
af völdurn togkrafta, einkum tilvist
sigdals eftir sumum hryggjunum rniðj-
um, oft 20—50 km á lueidd.
Þá voru kortlagðar miklar og djúp-
ar rennur (trenciies) í úthöfunum,
einkum utan við strendur Kyrrahafs,
og fylgdu þær gjarnan eldvirkum bog-
laga eyjaklösum (Japan, Indonesia).
Þyngdarsviðsmælingar sýndu, að þar
væri líkt og togað í jarðskorpuna nið-
ur á við.
2. Mælingar á varanlegri segulmögn-
un bergs, sem varðveitt getur upplýs-
ingar um stefnu segulsviðs jarðar og
þar með snúningsáss frá þeim tíma
er bergið (hraun eða set) myndaðist.
Þessar mælingar leiddu í ljós að pól-
ar jarðar haí'a færst mikið til á jarð-
sögulegum tíma (4. mynd), þó ekki sé
enn ljóst livers vegna þeir færast, og
ber þeim niðurstöðum þolanlega sam-
an við legu loftslagsbelta jarðar til
forna. En séð frá hinum ýmsu meg-
109