Náttúrufræðingurinn - 1979, Síða 20
9. mynd. Upptök 29000 jarðskjállta á árunum 1961—67. Mjórri beltin eru flest á
virkum útliafshryggjum (Stacey, eftir Barazangi og Dorman 1969).
hryggjuni og varmastreymið var mest
út um, og kallast þeir hryggir því
„virkir“. Við rennurnar verða skjálft-
ar á hallandi flötum, sem ná nokkur
hundruð km niður (6. og 9. mynd).
Einnig eru tíð upptök jarðhræringa
á breiðu belti frá SA-Asíu til S.- Evr-
ópu.
7. Kortlagning, nýir fundir stein-
gervinga, og aldursmælingar staðfestu
kenningar Wegeners og fylgismanna
hans um samsvörun nærliggjandi
svæða á Pangaeu, sjá 2. mynd. Einnig
fannst að aldur eldfjallaeyja og þykkt
setlaga í úthöfunum eykst gjarnan
með fjarlægð frá virkum hrygg.
8. Efnagreiningar bergs af virkum
úthafshryggjum gáfu lil kynna, að yf-
irborð þeirra væri að mestu úr mjög
einsleitu blágrýtisefni (oceanic tho-
Jeiite) sent helst gæti verið myndað
við uppbræðslu efnis á stóru svæði
fremur grunnt undir hryggjunum.
Ferskasta bergið fannst við miðja
hryggina en ummyndun, væntanlega
vegna áhrifa sjávar og jarðhita jókst
í báðar áttir þaðan. Þó sýndu mæling-
ar á liljóðhraða úr sprengingum, að á
öllum hafsvæðum væru blágrýtisefni
undir setinu. Efnasamsetning gosbergs
í eyjabogum benti til vaxandi dýpis
á hraunkvikuþrær með vaxandi fjar-
lægð frá tillieyrandi rennu, samanber
ö. mynd.
Ýmsar rannsóknir á íslandi voru
veigamiklar í því gagnasafni, er varð
undirstaða hinnar nýu heimsmyndar
jarðfræðinnar. Má þar nefna vitneskju
um hina miklu eldvirkni og jarðhita
hér á landi, einkum á gosbeltunum
sem svipar til miðsvæðis Mið-Atlants-
liafshryggsins og eru raunar hluti þess.
Þá bentu gjár, sig og berggangar til
gliðnunar landsins, svo og hækkandi
aldur jarðlaga út frá gosbeltunum.
Beinar mælingar á gliðnun landsins
114