Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 24
DYPI FRA
HAFSBOTNI
km
2 3 4
14. mynd. Ýmsar hugmyndir jarðfræðinga um dæmigerða lagskiptingu jarðskorpu
undir úthöfunum, er komið geti heim við hljóðbylgjuhraða (vp), efnagreiningar og
fleiri gögn. Nr. 1 er frá H. Hess, en nr. 4 byggir á vitneskju unt rofna hleifa af
úthafsbergi (ofiolit) á meginlöndunum (N. Christensen, í Geodynamics oí Iceland and
the North Atlantic Area, 1974).
virkni eins og þá sem áður var nefnd.
Þess má geta, að þær myndanir eru
olt auðugar ;if nýtanlegum málmum.
Við nýrri dýptarmælingar á úthöf-
unum fannst, að virku hryggirnir voru
ekki alveg samfelldir, heldur hliðr-
uðust til við svæði með bröttu og úfnu
landslagi, sem nefnd eru brotabelti
(fracture zones). Árið 1965 var síðan
bent á, þarna væri um að ræða nýja
tegund misgengja, sem aðeins kæmi
til þar sem eyðingar- og nýmyndunar-
svæði jarðskurns hliðruðust til. Voru
þau nefnd víxlgengi (transform
faults). Stærstu jarðskjálftar hryggja-
kerfisins verða þar sem barmar víxl-
gengja núast saman á brotabeltunum
(15. mynd); stefnu þeirrar hreyfingar
má finna úr stefnu fyrstu höggbylgju,
sem jarðskjálftamælar nema úr skjálft-
unum, og kom hún heirn við það sem
víxlgengiskenningin spáði fyrir.
Ýmsar eldfjallaeyjar, svo sem Jan
Mayen og Azoreyjar, eru tengdar
miklum brotabeltum, sem þá er sagt
að „leki“ út hrauni, en efnasamsetn-
ing þess er nokkuð önnur en hryggja-
bergs almennt.
Plölukenning og heitir rcilir.
1967 kom fram svokölluð plötu-
kenning (plate tectonics), þar sem
litið var á skurn jarðar sem nokkrar
hettulaga plötur, er ltver um sig
lneyfðist í heilu lagi á flothvolfinu
(16. mynd). Samkvæmt kenningunni
fer nær öll nýmyndun og eyðing
skurns fram við plötujaðra, en plöt-
118