Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 25
°v
Mið-Atlantshrhryggur
Skjálftar 0
Hreyfistefna «
Hryggmiðja \\
Brotabelti
4 Vf
il^É^
1,
_____JCs..
3
N.OOO,.
. y>-,
SUÐUR-AMERÍKA
________I_____
r
o>V
15. mynd. Skjálftavirkni við nokkur víxlgengi Mið-Atlantshafshryggs. Skjálftar á
miðsvæði hans stafa frá togspennu út til hliðanna, en á víxlgengjum frá núningshreyf-
ingu, eins og örvarnar sýna. Neðri myndirnar skýra víxlgengi nánar (L. Sykes í The
Earth’s Crust and Upper Mantle 19(i8, og Wyliie).
urnar eru að öðru leyti eins og rek-
öld, er berast til undan þeim kröftum,
er á þær verka. Sumar plöturnar eru
að stækka, en aðrar að minnka eða
jafnvel liverfa að fullu.
í upphaflegri gerð plötukenningar-
innar var gert ráð fyrir að plöturnar
væru sex og aflöguðust lítt nema við
jaðrana. Síðan liefur þeim verið fjölg-
að talsvert eins og 16. mynd sýnir, til
dæmis við Miðjarðarhaf, þar sem
skjálfta- og eldvirkni er tiltölulega
dreifð, og nú er gert ráð fyrir minni
háttar virkni eða aflögun inni á mörg-
um þeirra.
Ýmsar tilgátur hafa komið fram um
eðli þeirra krafta, sem á plöturnar
verka. Hugsanlega er þeim ýtt frá
hryggjunum eða í þær togað frá þeim
hluta sem er að síga í djúpin ((5.
119