Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 26
I(). mynd. Helstu plötur og hreyfingar þeirra innbyrðis (iirvar). Þær skástrikuðu
eru af miðlungs-stærð, en nöfn minnstu jrlata eru með smærra letri. Þrennskonar
plötumót eru sýnd. Þetta cr sama kort og 9. mynd. (X. Le Pichon o.fl.: l’late
Tectonics, 1973).
mynd). Einnig gætu þyngdar- eða
núningskraftar verkað á hverja plötu
í heild. Uppruni kraftanna sjálfra er
og óljós: gætu þar komið til eðlis-
þyngdarbreytingar vegna upphitunar,
sbr. inngang, eða ýrnis efnaferli, ef til
vill af völdum ummyndunaráhrifa
vatns á hraunkvikuna undir úthafs-
hryggjum.
Ein afleiðing plötukenningarinnar
er sú, að innbyrðis lireyfingu tveggja
plata megi líta á sem snúning
þeirra, sitt í hvora átt, um ímyndað-
an ás gegnum jarðmiðju. Því ætti
gliðnunarhraði hafsbotnsins í N-Atl-
antshafi t. d. að vera því meiri sem
sunnar dregur, og hvert þeirra víxl-
gengja, sem áður em nefnd, að vera
hluti smáhrings (samskonar og breidd-
arbáugar eru) utan um hinn ímynd-
aða ás. Þessar ályktanir koma héim
við niðurstöður ýmissa mælinga, og
eru hreyfingar stærri platanna und-
anfarna tugi ármilljóna nú allvel
þekktar (1(>. mynd). Samkvæmt 16.
mynd mætast víða þrenn plötumót í
einum punkti, og gilda vissar reglur
um þá. Sumir eru stöðugir, en aðrir
hljóta að hreyfast til eða breytast.
Merki eru um slíkar þrennur plötu-
móta, þar sem virkni eins armsins
hefur dáið út, e.t.v. vegna minnkandi
varmauppstreymis. Sígur þá svæðið
umhverfis hann í sæ og safnar í sig
seti. Hafa olíulindir fundist á þeim
þessara svæða, sem gömul eru orðin,
og eru dæmi um það í Norðursjón-
um. Annars konar svæði, þar sem olíu
er að vænta, eru landgrunnspallar,
t.d. við Atlantshaf, þar sem jarðskorpa
120