Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 28
frá truflunum, ágiskunum og villum,
svo frekari rannsóknir megi verða
markvissari en ella.
Sigurður Steinþórsson og Kjartan
Thors leiðréttu texta. Guðrún Helga-
dóttir lagfærði teikningar.
HELSTU HEIMILDIR:
P. Wyllie: The Way the Earth Works.
Wiley, 1976.
F. Slacey: Physics of the Earth, 2. útg.
Wiley, 1977.
Mannvirkjajarðfræðifélag Islands stofnað
Föstudaginn 18. október 1978 stofnuðu
nokkrir áhugamenn unt mannvirkjajarð-
fræði og jarðtækni með sér félag sem
hlaut nafnið Mannvirkjajarðfrœðifélag
Islands. Stofnfélagar voru tæplega 40
talsins úr röðum jarðfræðinga og verk-
fræðinga. Félágsmenn geta orðið allir Jteir
sem starfa í mannvirkjajarðfræði, bygg-
ingaverkfræði og skyldum greinum, eða
hafa áhuga á slíkum málum.
Samkvæmt liigum félagsins er markmið
Jtess m.a. að:
a) Vekja athygli á nauðsyn jarðfræðilegra
athugana við mannvirkjagerð og koma
á framfæri vitneskju unt þessar atliug-
anir.
b) Efla samskipti jarðfræðinga og verk-
fræðinga og annarra aðila sem starfa
á líku sviði.
c) Stuðla að söfnun og samræmingu upp-
lýsinga um jarðfræðilegar aðstæður við
ntannvirkjagerð hér á landi.
í stjórn félagsins voru kjörnir: Hirgir
Jónsson, Orkustofnun, formaður; Björn
Harðarson, Jarðfræðiskor Háskóla íslands,
ritari; Jón Skúlason, Almennu verkfræði-
stofunni, gjaldkeri; Ragnar Ingimarsson,
Verkfræðiskor Háskóla íslands, og Björn
Jóliann Björnsson, Landsvirkjun.