Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 37
skatd ásamt laxi og sjóbirtingi. Nær-
ingarþörf sela er nokkuð mismunandi
eftir árstíðum og öðru, þó er talið að
dagsþörfin sé 5—7 kg af sjófangi. Þeg-
ar selurinn er í hárlosi eða urn fengju-
tímann, étur hann Jítið sem ekkert.
Fullvaxinn landselur er talinn vera
um ]()()—150 kg að þyngd, en kópur-
inn vegur um 7—9 kg við fæðingu. Af
landsel eru til um 5 deilitegundir víðs
vegar um lteim, þar af eru tvær í At-
lantshafi, tvær í Kyrraliafi og ein teg-
und finnst í ferskvatni (Kanada).
Utselur
Útselurinn er öðru nafni nefndur
haustselur og kóparnir haustkópar
vegna þess að þessi tegund kæpir á
haustln og fyrri hluta vetrar. Útsel-
urinn er talinn flakka meir um en
frændi hans landselurinn, en þó kæpir
hann á tiltölulega fáum stöðum hér
við land. Helstu látrin eru í Breiða-
firði, Faxaflóa (Hvalseyjar á Mýrum),
á fáeinum stöðum á Suðurströndinni
og við Húnaflóa. Langoftast kæpir
hann á skerjum og eyjum fjarri
ströndinni, en á Suðurströndinni og
við Húnaflóa (Hafnir) kæpir hann í
fjörunni. Stuttu fyrir kæpingu safnast
urturnar og kynþroska brimlarnir
saman í látrin, þar sem brimlarnir
helga sér umráðasvæði og safna um
sig urtum, er þeir verja fyrir öðrum
biðlum.
Kæpingartímabilið spannar yfir all-
2. mynd. Útselskópur í fósturhári. Myndin er tekin í Hvalseyjum á Mýrurn í nóvem-
])er 1978. (Ljósm. Guðmundur Sv. Jónsson). — Grey seal pup (newly born). The picture
v)as taken in Hvalseyjar off the icest coast of lceland in November 1978.
131