Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 43
3. mynd. Selalátur á Meðallandssandi. Talning sela fer þannig fram að látrin eru
fyrst mynduð úr lofti eins og hér og selirnir síðan taldir á myndunum. Aðferð þessi er
bæði fljótvirk og nokkuð örugg. (Ljósm. Guðmundur Sv. Jónsson). — Seals on llie
Meðallandssandur, southern Iceland. Seal population counls were made by the use of
aerial photographs.
óbreyit næstu áratugi. Teitur Arn-
laugsson áætlaði landselsstofninn vera
35000 dýr árið 1973 og útselsstofninn
2000 dýr. Hann lagði veiðiskýrslur,
er unnar voru upp úr útflutnings-
skýrslum, til grundvallar stofnstærð-
arákvörðun.
Tvívegis hafa verið gerðar talning-
ar á selum við Suðurströndina úr lofti,
þar sem selalátur voru ljósmynduð
(Jónbjörn Pálsson 1976), þá var talið
á Faxaflóasvæðina 1973 og á Vest-
fjörðum, Ströndum, Norðurlandi og
Norðausturlandi 1977 (Arnþór Garð-
arsson 1977). Tafla II sýnir niðurstöð-
ur þessara athugana, ásamt kópaveiði
þriggja ára tímabils á sömu slóðum
til viðmiðunar. Miðað við fjölda
veiddra kópa ásamt fjölda þeirra er
sleppa annars vegar og fjölda talinna
sela á sama svæði hins vegar, eru fáar
þessara talninga marktækar með öllu.
Mesta samræmis gætir í talningunni
frá |iví í júlí 1976 á svæðinu Eystra-
horn—Reykjanestá, enda má ætla að
selirnir haldi sig mest uppi á landi á
þessum tíma vegna hárlossins (2.
mynd). Reynt hefur verið að ákvarða
stofnstærð íslenska landselsins út frá
eftirfarandi forsendum, sem flestar
eru fengnar að láni erlendis frá (Lock-
ley 1966):
1. Að urtan verði kynjrroska 4 ára
(R 4).
2. Að hlutfall milli kynja fæddra
kópa sé 1:1.
3. Að náttúrleg dánartala fyrstu 4
lífsárin sé 66% (M 0-4 = 66%).
4. Að hver urta kæpi að meðaltali
10 sinnum á lífsleiðinni (F = 10).
136
137