Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 45
4. mynd. Selveiði landsmanna frá 1912—1978. Veiðitölur frá 1962—1978 eru sundur-
liðaðar í ijölda veiddra landselskópa, útselskópa og lullorðin dýr (landsel og útsel).
— Icelandic calclies of seal 1912—197S. Heildarselveiði: Tolal catcli; Landselskópar:
Common seal pups; Utselskópar: Grey seal pups; Fullorðnir selir: Adult seals.
markaðinum sem endurspeglast skýrt
í veiðinni hérlendis. Þetta ústand var-
ir næstum samfellt til ársins 1960, en
þá eykst veiðin aftur og eins og sjá
ntá á 4. mynd verður veiðin nokkuð
stöðug til ársins 1977. Á árinu 1978
dettur veiðin niður og má það rekja
beint til verðfalls á mörkuðum meg-
inlands Evrópu, sem aftur má rekja
til aukins áróðurs náttúruverndar-
manna gegn hverskonar selveiðum.
Það er vert að nefna, að veiðiað-
ferðir við selinn hafa lítið breyst frá
upphafi; enn er hann veiddur í net
eða eltur uppi eða króaður af og rot-
aður með þar til gerðri kyllu. SkoL-
vopnum er lítt beitt í viðureign við
selinn eða öðrum nýtísku aðferðum.
Einnig eykst stöðugt sá fjöldi sela sem
drepsi í grásleppunetum á ári hverju,
t. d. var sá hluti árið 1978 738 selir
yfir allt landið.
Nú síðustu ár hafa þær raddir hér
á landi gerst æ háværari, sem vilja
láta fækka selnum til muna. Það sem
þær hafa máli sínu til stuðnings er
aðallega tvennt. í fyrsta lagi sú stað-
reynd að selurinn gegnir aðalhlut-
verki í hringrás hringormsins og í
öðru Jagi það að selurinn étur tölu-
vert rnagn af fiski á ári hverju. ís-
lenski fiskiðnaðurinn greiðir á liveru
ári mikið fé í laun við að hreinsa
hringorma úr fiskflökum, auk jiess
sem varan rýrnar mikið við slíka með-
ferð. I.auslega áætlað éta íslensku sel-
irnir um 100.000 tonn af fiskmeti og
hverskonar sjófangi á ári (fisk, hrygg-
leysingja o. 11.). Af þessu magni eru
þorskfiskar (þorskur, ýsa, ufsi) um 30
139