Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 48
Sigríður Friðriksdóttir:
Fundarstaðir surtarbrands
og annarra plöntuleifa
Megintilgangur þessarar greinar er
að koma á framfæri korti yfir alla
fundarstaði surtarbrands og annarra
plöntuleifa, sem höfundi er kunnugt
um, að fundist liafi í jarðlögum frá
tertíer (þ.e. blágrýtismynduninni) og
ís(")ld (þ. e. grágrýtis- og móbergsmynd-
ununum) á Islandi.
Á kortinu (Mynd 1) eru fundarstað-
ir surtarbrands merktir með hringj-
um. Ferhyrningar tákna aftur á móti,
að á viðkomandi stað hafi fundist
aðrar plöntuleifar, í flestum tilfellum
er hér um blaðför að ræða. Ef fer-
hyrningur er utan um hring, gefur
hann til kynna, að þar íinnist surtar-
brandur og aðrar plöntuleifar. Hins
vegar eru Ieifarnar mjög mismunandi
vel varðveittar og stims staðar er ein-
göngu að finna plönturæksni. Aðrar
merkingar á viðkomandi korti eru úr
greininni „Iceland in relation to thc
Mid-Atlantic Ridge“ eftir Guðmund
Pálmason og Kristján Sæmundsson
(1974).
í lok þessarar greinar er upptalning
lundarstaða. Innan sviga fyrir aftan
staðarnafn er talan 1, sem þýðir surt-
arbrandur, og 2, sem táknar aðrar
plöntuleifar. Fyrir aftan tölurnar eru
helstu heimildir, þar sem viðkomandi
fundarstaðar er getið. Við suma fund-
arstaðina er merkt N.Í., sem J)ýðir að
sýni frá viðkomandi fundarstað er til á
Náttúrufræðistofnun íslands. í sumum
tilvikum á eitt númer við fleiri en einn
fundarstað. Þetta reyndist nauðsyn-
legt, Jtar sem ekki var hægt að koma
fyrir fleiri númerum á [jcim stöðum.
í töflunni er aðalfundarstaðurinn
fremst en hinir í sviga fyrir aftan, en
staðirnir eru í næsta nágrenni við
hvern annan.
Eflaust vantar nokkra fundarstaði
á kortin. Stundum eru merktir 2—3
fundarstaðir, sem eru í sama surtar-
brandslagi. í nokkrum heimildum er
getið um fundarstaði, ])ar sem álitið
var, að surtarbrandur fyndist en við
nánari athugun kom I Ijós, að svo var
ekki. Eggert Ólafsson (1943) segist
hafa fundið surtarbrand við Úlfá í
Eyjafirði, en Jónas Hallgrímsson
(1933) fann þar aðeins svart leirlag.
Þorvaldur Thoroddsen (1906) nefnir
surtarbrand í Krossnesi við Norðfjörð
og Svartahnúk við Ófeigsfjörð í
Strandasýslu. Samkvæmt munnlegum
upplýsingum frá Ómari Bjarka Smára-
syni er í báðum Jæssum tilvikum um
JSIáuúrufræðingurinn, 48 (3—4), 1978
142