Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 72
neinn lifandi fugl eftir liefði aflan-
um verið safnað saman, og samkvæmt
frásögn lreimildarmanns að nafni
J. Lane var komið til baka með heila
bátsfarma af fugli. Á síðari árurn (þ.
e. miðað við 1906) hafi öndunum
fækkað mjög, sennilega vegna þess-
ara veiða. Sjálfur fór Hantzsch í eina
slíka veiðiferð með eskimóum í ágúst
1906. Við það tækifæri veiddnst 6—8
liúsendur, fullorðinn kvenfugl og all-
margir ungfuglar í felli, þannig að
Hantzsch ueysti sér ekki til þess að
lralda eftir nema einu eintaki, árs-
gömlum stegg sem hann lýsir nákvæm-
lega.
Lýsing Bernharðs Hantzsch á at-
vikurn bendir eindregið til þess að
þarna geti tæplega verið um varp-
fugla að ræða. 1 fyrsta lagi voru fugl-
ar þessir á sjó, að vísu innfjarða, en
hvergi annars staðar er vitað til þess
að húsendur verpi við sjó. í öðru lagi
er Ijóst að Hantzsch sá sjálfur aldrei
annað en fullvaxna fugla (a.rn.k. árs-
gamla), en byggir aftur á móti full-
yrðingu sína um varp á sögusögnum
sem gætu vel verið tilkomnar vegna
útbreidds ruglings manna á ófleygunr
fuglum í sárum og ófleygum ungum.
Á hinn bóginn fellur frásögnin vel
að því, sem nú er talið fullvíst og fyrr
greinir, að húsendur safnist saman
til þess að fella flugfjaðrir við norð-
urströnd Labrador. Þó verður eftir
sem áður ekki fullyrt að útilokað
sé að húsönd verpi á Labrador. Að-
eins skal á það bent, að ef svo er, verð-
2. mynd. Fullorðin húsandarkolla með dúnunga, júlí. — Barrow’s goldeneye, adult
female with brood, July. — A. G.
166