Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 74
3. mynd. Húsandarhópur á Laxá, ágúst 1976. A myndinni eru aðallega fiðraðir og
nær fullvaxnir húsandarungar, einnig nokkrar fullorðnar húsendur, mest steggir í
felubúningi, og skúfendur. — Creche of large Barrow’s golcleneye young mixed with
moulting adulis (mainly tnales) and a few tufted ducks. — A. G.
ar þessi: Vetrarstöðvarnar (4. myncl)
eru aðallega á vatnasviði Laxár (tæp-
lega 86% þekkts stofns í janúar 1977),
fyrst og fremst á efsta hluta árinnar,
en auk þess á vatnasviði Ölfusár
(9%), Veiðivötnum (3%), í Meðal-
landi (2%) og á Lóni í Kelduhverfi
(innan við 1%). Varpstöðvarnar (5.
mynd) eru aðallega við Mývatn og
efsta liluta Laxár, en fáeinar húsend-
ur verpa auk þess á allstóru svæði á
vatnasviði Laxár (þ.m.t. Reykjadals-
ár) og við þverár Skjálfandafljóts.
Húsendur sjást auk þess víða annars
staðar í Þingeyjarsýslum á sumrin.
Loks hafa húsendur sést á sumrin, og
verpa e.t.v. eitthvað, á öllum regluleg-
unr vetrarstöðvum nema Veiðivötnum
(en þaðan eru litlar upplýsingar). Ann-
ars staðar á landinu er húsönd sums
staðar þekkt sem umferðarfugl (Eyja-
fjörður) eða flækingur, fyrst og
fremst á fartíma. Einnig er hér get-
ið nokkurra eldri heimilda sem erfitt
er að lienda reiður á.
Vatnasvið Laxár, S.-Þing.
Mývatn og efsti hluti Laxár hafa
löngum verið kunn sem aðalheim-
kynni húsaridar hér á landi, og það-
an er fyrsta skráða heimildin um til-
vist þessarar tegundar, skrá Jóns
sýslumannns Benediktssonar (Joen
Bendixsen 1957) um mývetnska fugla
168