Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 77
lendis. Mest var al húsönd við
Hvamma, á Daufhyl og lindum þar
suður af, en innan við 5% stofnsins
(mest 86 fuglar) sáust í talningu á
svæðinu. Nokkur dreif sást af full-
orðnum húsaSdarpörum á varptíma
allt vestur á Vestmannsvatn og lind-
ir við Hafralæk. Fáeinar húsendur,
líklega geldfuglar, sáust auk þess í
maí-júní víða á vatnasviðinu, t. d. á
Másvatni, við útfall Mýrarkvíslar úr
Langavatni og á Mýrarvatni. Litlir
steggjahópar sáust fyrri hluta surnars
á Laxá við Nes og á Eyvindarlæk
(Reykjadalsá).
Á Mývatnssvæðinu var rninnst af
húsönd um háveturinn, jtegar vakir
voru minnstar, og komst tala þeirra
lægst í janúar 1977, 106 fuglar eða
aðeins um 5% af stofninum. Apríl-
tiilur á Mývatni voru mun hærri,
298—757, og maítölur yfirleitt svipað-
ar og í apríl sama ár. Vortölurnar
voru allmismunandi milli ára og end-
urspegluðu breytingar á átuskilyrð-
um, fyrst og fremst rykmýi, í Mývatni.
Húsöndum á vatninu fór fækkandi
1975—77 en ljölgaði aftur vorið 1978,
en þá var óvenjulítið bitmý í Laxá,
jafnframt því sem rykmý í Mývatni
var í aukningu. Mikill hluti stofnsins
verpur við Mývatn, en tiltölulega fá-
ir ungar alast þar upp og fara flestar
kollurnar nteð unga sína af Mývatni
niður á Laxá í venjulegu árferði.
Hæstu húsáþdatölur á Mývatni hafa
fengist síðla hausts, 787 um miðjan
nóvember 1976 og tæplega 1700 í ann-
arri viku október 1978.
Eins og hér hefur komið fram, er
húsandarstofninn á vatnasviði Laxár
mjög hreyfanlegur. Talningar á ein-
stökum hlutum vatnasviðsins, t. d. á
Mývatni, nægja því ekki til þess að fá
raunhæfan samanburð á stofnstærð
milli ára.
Vatnasvið Skjálfandafljóts.
Hin síðari ár hafa húsendur orpið
í hreiðurkössum i Svartárkoti efst í
Bárðardal. Tryggvi Harðarson í Svart-
árkoti tjáði mér í símtali 15.1. 1979
að þær hefðu hyi jað að verpa þar
kringum árið 1967, þá aðeins eitt
hreiður. Varpið hefði síðan stöðugt
aukist og væri nú urn 70—80 egg. Auk
þess væru húsendur allan veturinn
á Svartá og væru t.d. um 50 þar þenn-
an dag. Tryggvi sagði mér ennfremur
að ein liúsönd hefði orpið við Lundar-
brekku í Bárðardal vorið 1978.
Þá liefur Finnur Guðmundsson
skýrt mér frá því að hann hafi ör-
ugga heimild fyrir því að lnisandar-
hreiður hafi fundist nýlega við Skjálf-
andafljót rétt neðan við Hrafnabjörg.
Ég heí tvisvar kannað Svartá og Suð-
urá úr lofti. Hinn 16.4. 1975 fann ég
ekki húsendur, 11.7. 1975 sáust 3 hús-
endur á Svartá og 18.6. 1976 fannst
einn fullorðinn steggur. Suðurá var
einnig könnuð 18.6. 1976 og fundust
5 húsendur (þar af 3 fullorðnir stegg-
ir) sunnarlega á ánni. Loks liefur
Benedikt Sigurðsson, Grænavatni,
Mývatnssveit, sagt mér að hann hafi
séð fullorðið húsandarpar á hverju
vori hin síðari ár neðarlega á Djúpá,
en hún fellur í Skjálfandafljót úr
Ljósavatni.
Herðubreiðarlindir.
Hinn 24.6.1957 sáum við Jón Bald-
ur Sigurðsson fullorðinn húsandar-
stegg og tvær kollur á vatninu í
Herðubreiðarlindum. Ég hef ekki
aðrar heimildir um húsönd á þessum
171