Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 84
4. mynd. Vetrarútbreiðsla húsandar. Fjöldi i janúar-febrúar 1977 sýndur með mis-
stórum hringjum. Þríhyrningar sýna aðra staði þar sem húsanda hefur orðið vart að
vetrarlagi eða á fartíma haust og vor. Strikuðu svæðin hafa ekki verið könnuð nægi-
lega að vetrinum (desember-febrúar). — Winter distribution of Barrow’s goldeneye in
Iceland. Numbers in January-February 1977 indicated by circles. Triangles shoiu other
localities where the species has been recorded on þassage, casually in winter or as a
vagrant. Hatched areas have not been adequalcly covered in winter.
Staðir. — Localities. 1. Mývatn—Laxá, 2. Lón í Kelduhverfi, 3. Svartá, 4. Meðalland—
Landbrot, 5. Veiðivötn, 6. Brúará, 7. Sog, 8. Eyrarbakki, 9. Vestmannaeyjar, 10. Straum-
ur, 11. Elliðaár, 12. Reyðarvatn, 13. Húsafell, 14. Eyjafjörður.
ekki orpið. Sigurður Steinþórsson
jarðfræðingur gerði mér þann greiða
að ákvarða steintegundir í fóörnum
þessara fugla og voru steinarnir allir
íslenskir að uppruna.
Hinn 2.4. 1977 sást stakur húsand-
arkvenfugl á Fnjóská neðan brúar í
Dalsmynni og virðist hugsanlegt að
húsendur hafi viðkomu víðar í Eyja-
firði á vorin en nú er þekkt.
Einstöku húsendur sjást á Eyja-
firði við Akureyri á veturna, t.d. eitt
par 26.12. 1967 (Jón Sigurjónsson,
talningarskýrsla) og veturinn 1973—74
(Sverrir Vilhjálmsson, munnl. uppl.).
Fjöldi og samselning stofnsins
Athuganir á fjölda fullvaxinna hús-
anda og þekktri samsetningu stofns-
ins eru teknar saman í Töflu 3. At-
huganirnar fóru fyrst og fremst fram
á Mývatnssvæðinu og tóku oftast til
mikils hluta stofnsins. Yfirleitt var
erfitt að telja á öllu útbreiðslusvæð-
178