Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 85
5. mynd. Útbreiðsla húsandar á varptíma. Fylltir hringir sýna útbreiðslu fullorðinna
para vorið 1976. Opnir hringir: geldfuglar annars staðar á sama tíma. Fylltir þríhyrn-
ingar: aðrar heimildir um varp. Opnir þríhyrningar: aðrar heimildir um geldfugla á
varptfma. — Distribution of Barrow’s goldeneye in the breeding season. Solid circles:
distribution of adult pairs in spring 1976. Open circles: non-breeders elsewhere in
spring 1976. Solid triangles: breeding records outside main range. Open trinangles:
other records of non-breeders during the breeding season.
inu á sama tíma. Þetta tókst þó tvisv-
ar, eða síðari hluta maí 1976 og í
janúar-febrúar 1977.
Alls i'undust 1792 liúsendur í maí
1976, þar af 980 fullorðnir steggir, 80
ungir steggir, 599 fullorðnir kvenfugl-
ar og 133 ungir kvenfuglar. Talning-
ar náðu til alls þess svæðis þar sem
búast mátti við húsöndum á þessum
tíma, og er útbreiðslan sýnd á 5. mynd.
Hugsanlegt er þó að fáeinir fuglar
hafi orðið útundan í þessari talningu
utan athuganasvæða, og vera má að
fjöldi kvenfugla sé vanmetinn vegna
þess að varp var að hefjast þegar taln-
ing fór fraih.
I janúar-febrúar 1977 var talið á
öllum þeim svæðum á landinu, þar
sem vitað var að húsendur héldu sig,
og auk þess könnuð flest vötn önnur
sem til greina gátu koinið (sbr. 4.
mynd). Talningarnar voru allar gerð-
ar af landi, nema á Veiðivötnum, í
Meðallandi og á Brúará að hluta, en
þar var talið úr flugvél. Þó er líklegt
að örfáar húsendur hafi einnig orðið
útundan í þessari talningu, t. d. á
Svartá í Bárðardal, og hugsanlega
179