Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 92
1 júlí 1960 fundust alls 1100 húsand-
arsteggir í felli á Mývatni og Laxár-
kvíslum. Ut frá þessum upplýsingum
áætlaði ég (1961) að stofn húsandar
við Mývatn væri um 800 pör. Þær
upplýsingar sem aflað hefur verið síð-
an benda eindregið til þess að stofn-
inn hafi haldist mikið til óbreyttur
fram á síðustu ár.
Ferðir
Fartími þess hluta húsandarstofnsins
sem yfirgefur Mývatn og Laxá er sam-
kvæmt athugunum á Sogi og Laugar-
vatni aðallega seinni hluta október
og a.m.k. út nóvember á haustin, en
frá því seint í mars og út apríl á vorin.
Athuganir á Soginu sýndu að full-
orðnir karlfuglar voru í miklum meiri-
hluta íyrst á haustin, en fjöldi kven-
fugla og unga jókst þegar á leið. Um
miðjan vetur var hlutfallslega meira
af kvenfuglum og ungfuglum utan
aðalvarpstöðvanna en á Mývatnssvæð-
inu. í janúar-febrúar 1977 var hlut-
fall kvenfugla á liverja 100 fullorðna
steggi t.d. 68 (n 1124) á Mývatnssvæð-
inu, 102 (n 451) í Laxárdal og Aðal-
dal og 104 (n 151) á vatnasviði Ölf-
usár. Á sama tíma var hlutfall ungra
steggja á hverja 100 fullorðna steggi
5 (n 702) á Mývatnssvæðinu, 57 (n
349) í Laxárdal og Aðaldal og 38 (n
102) á vatnasviði ölfusár. Mismun-
ur á þessum hlutföllum á Mývatns-
svæðinu og hinum tveimur er alls
staðar marktækur (Kí-kvaðrat próf-
un), en hvergi er marktækur munur
á neðri hlutum Laxár og vatnasviði
Ölfusár. Kvenfuglar leita því meira
l)urt frá varpstöðvunum á veturna en
karlfuglar, og ungfuglar leita meira
í burtu en fullorðnir fuglar.
Engin óhrekjanleg gögn liggja fyr-
ir sem sanna eða afsannna það hvort
eitthvað af húsöndum séu farfuglar
sem yfirgeli landið. Upplýsingar frá
Grænlandi og Labrador útiloka ekki
íslenskan uppruna húsanda sem þar
sjást og fyrr var getið. Nokkrar athug-
anir á Suðvesturlandi utan venju-
legra vetrarstöðva haust og vor gætu
bent til þess að eitthvað af húsöndum
kunni að l'ara af landi brott. Er hér
átt við fugla sem sést hafa vestan og
sunnan venjulegra vetrarstöðva (Borg-
arfjörður, nágrenni Reykjavíkur,
Vestmannaeyjar) frá miðjum október
fram í desember, og aftur að vorinu
(seint í mars og snennna í apríl) í ná-
grenni Reykjavíkur. Haustfuglarnir
voru 2 fullorðnir og 2 ungir steggir,
1 óaldursgreindur og 1 ungur kven-
fugl, þ.e. minnst helmingurinn ung-
fuglar á fyrsta hausti. Hafa þeir ann-
að hvort villst fram hjá vetrarstöðv-
um sunnanlands eða verið á leið úr
landi í vestur eða suðvestur. Vorfugl-
arnir (1 ungur steggur, 5 kvenfuglar)
gætu sömuleiðis verið aðkomnir, eða
þá að þeir hafa villst af leið innan-
lands.
Merkingar
Frá |)ví reglubundnar fuglamerk-
ingar hófust hér á landi og fram á
árið 1976 liöfðu alls verið merktar
156 liúsendur, eða að meðaltali um
3 á ári. Af þeim voru 93 fullorðnar
(eingöngu eða nær eingöngu kven-
fuglar) og 63 ungar. Langflestar voru
merktar 1928—56, eða alls 147, og eft-
ir tímabilum skiptast merkingarnar
þannig: 1930 og fyrr 22, 1931—40 72,
1941-50 40, 1951-60 15, 1961-70 7
og 1971—76 engin. Jóhannes og llagn-
186