Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 109
er um gígi eð;i gervigígi að ræða er
ekki ljóst. Milli Hverfisfljóts og
Miklafells er Rauðhólaröðin tvöföld
en ekki sjást nema 5 gígir þar upp úr
Skaftáreldahrauni að fráteknum áð-
urnefndum gjallhólum. Vestan við
Hverfisfljót sér þó á stöku stað í Rauð-
hólahraun niður með fljótinu en
mjög er það ógreinilegt því eftir að
hingað kemur er Skaftáreldahraunið
mikla frá 1783 ráðandi.
Tveir gígir eru mest áberandi hér
vestan Hverfisfljóts. Sá þeirra sem
austar er, er skammt vestan við dá-
Iitla móbergshæð, sem tvær misgengis-
sprungur liggja í gegnum. Hann er
um 500 m í þvermál og 15—20 m hár
yfir umhverfið. Inni í honum eru
tveir minni gígir og gjall eða gosmöl
nær engin. Utrennsli úr þessum gíg
hefur verið til suðurs en liraun það
er nú allt hulið yngra hrauni. 1 beinni
stefnu suðvestur af þessum gíg og í
rösklega 1 km fjarlægð er annar gígur
og er sá að mestu úr gjalli, kleprum
og gosmöl. Hann er brattur, um 60
m hár með reglulega gígskál í kolli
og skeifulaga gígskál norðan meg-
in. Allur er hann um 500 m í þver-
mál. Gígur þessi er mosagróinn, en
norðan í lionum sér í gjallkennt hraun
og er hann þar mjög brattur, svo
brattur að fremur ótrúlegt sýnist að
sá halli sé upprunalegur. Dettur mér
helst í hug að straumvatn hafi skafið
úr gígnum og sé þessi mikli bratti,
sem mun nálgast 40° vera afleiðing
þess. Vel gæti Hverfisfljót eða kvísl
úr því hafa runnið hér fyrir „eld“ en
að sjálfsögðu verður ekkert unt það
fullyrt. Suðaustur af þessum gíg er
cnn einn og miklu minni. Opinn er
hann til norðausturs, um 250 m í þver-
mál og að mestu úr hraunkleprum
og gosmöl. Suðvestan við hann sér
fyrir litlum gíg uppúr hrauninu. Er
þá talið það, er séð verður af Rauð-
hólaröðinni milli Miklafells og Bratt-
háls. Næsti gígur í röðinni er fullum 4
km vestar og suðvestan undir Mikla-
felli. Heitir sá Rauðhóll og sést liann
vel í björtu veðri neðan úr byggð þar
sem hann rís hátt í skarðinu milli
Miklafells og Bárðarhnúka. Mesta
þvermál Rauðhóls er um 650 m, hæð
yfir sléttuna vestan við liann um 60
m, en að austan er hæðin nær 120 m
því gígurinn er á hálendisbrúninni.
Hæðin yfir sjó er 619 m. Tvöföld gíg-
skál er í Rauðhól og er hún opin til
norðausturs. Sjálfur er gígurinn úr
hraunkleprum, gjalli, þunnum hraun-
lögum, hraunkúlum og gosmöl. All-
mikið er um hnyðlinga í gígnum og
eins í hrauninu niður frá honum. Rétt
suðvestan við Rauðhól er annar gíg-
ur rniklu minni, en þó um 200 m í
þvermál það mest er og byggður er
liann upp á sama hátt og Rauðhóll.
Gígskálin er skeifulaga og snýr móti
suðri. Frá þessum gígum hafa Iiraun-
flóð mikil fallið beint niður dalinn
milli Miklafells og Síðufjalla og hafa
vafalaust sameinast hraununum úr
gígunum austan Miklafells jjar sem
þau hafa fallið um skarðið milli
Miklafells og Hnútu. Þessir tveir síð-
astnefndir gígir eru á suðvesturenda
Rauðhólaraðarinnar en frá Eldgíg
að vestasta gígnum eru því sem næst
29 km.
Sprungur og misgengi.
Á það hefur áður verið bent að
gígaröð Jjessi í heild er innan sprungu-
beltis, sem rekja má frá því vestan við
203