Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 120
7. mynd. Horlt ;d brún Skálarfjalls yfir Hálsagígi og Skaftá. — Hálsagigir craters and
river Skaflá.
verður nú ekki séð nema úr Lokin-
hamragíg. Vestan Skaftár á Hálsa-
leiru sér enn fyrir börmum á stórum
gjall- og klepragíg (7. mynd), sem án
efa er framhald af Hálsum. Gígur sá
er um 300 m í þvermál að innan, gíg-
veggirnir hlaðnir úr rauðum klepr-
um og brattir mjög. Gabbróhnyðling-
ar eru innan um gjallið. Nú hefur
Skaftá borið sand að og inn í þennan
mikla gíg svo að ekki verður séð, hvort
hraun liafi frá honum runnið. Ekki
sést heldur meira af þessari gígaröð
og verður því ekki vitað hversu stór
hún var né heldur neitt um hraun,
sem frá henni kann að liafa runnið
|tví Skaftá og Skaftáreldahraun hylur
það allt. Mikil vikurlög eru kringum
Hálsa bæði í hlíðunum vestan við þá
og uppi á fjallinu fyrir ofan. Þar er
gosmalarlagið víða 1,0—1,20 m eða
meira, en það þynnist fljótt og er aust-
ur hjá Skál orðið aðeins um 5 cm
eða minna. í brekkunum vestan við
Hálsa er gosmalarlagið víða ennþá 50
—80 cm þykkt þótt í bratta sé og hef-
ur því vafalaust í byrjun verið meira
en metri á þykkt.
Því liefur áður verið slegið fram
(Jón Jónssön 1953, 1970), að Hálsa-
gígir væru eldri en Landbrotshraun-
ið og að frá þeim kynni að vera
hraunin í Meðallandi. Nú er ljóst fyr-
ir löngu að þetta er ekki rétt. Eins og
sjá má af jarðvegssniðunum, sem þess-
ari grein fylgja eru Hálsagígir miklu
yngri en Landbrotshraunið. Jafnframt
eru þeir yngri en Rauðhóll-Bunuhólar
og Rauðhólaröðin. Bæði ljósu ösku-
lögin eru neðan við vikurlagið úr
Hálsagosinu (8. mynd), sem getur
samkvæmt sniðinu tæplega verið
214