Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 121
8. mynd. Gróft vikurlag frá Hálsagígum scst efst á myndinni, en ljósu öskulögin neð-
ar. Myndin var tekin uppi á fjallinu fyrir ofan gígina. — Coarse pumice above light-
coloured layers of tephra.
meira en um 2000 ára gamalt og því
yngst þeirra eldstöðva, sem liér um
ræðir.
Hraunið úr Hálsagígum er ekki ó-
svipað Skaftáreldahrauni i handsýni
en nokkuð frábrugðnara því séð í
smásjá, einkum hvað varðar ólivín,
sem að því er ráða má af þeim athug-
unum, sem nú liggja fyrir, er talsvert
meira í Hálsahrauninu. Þetta má sjá
ef taldar eru steintegundir í því
(Tafla V).
Tafla V. Samsetning Hálsahrauns
I 11 Meðaltal
Plagioklas 54,2% 50,0% 52,1%
Pyroxen 32,7% 40,9% 36,8%
Ólivín 4,0% 1,6% 2,8%
Málmur 9,0% 7,3% 8,6%
Dílar : Plagioklas 12,5% 3,8% 8,6%
Pyroxen 1,2% 6,2% 3,2%
Ólivín 1,5% 0,1% 0,8%
Taldir punktar 620 615 Samtals 1275
215