Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 13
hans. Þorbjörn var gerður að heiðurs- doktor við Raunvísindadeild H.í. árið áður, og margskonar önnur viður- kenning var honum veitt, m.a. stór- riddarakross Fálkaorðunnar haustið 1973 og verðlaun úr sjóði Ásu Guð- mundsdóttur Wright sama ár. Þorbjörn var einstaklega heilsteypt- ur og traustur maður, sem mjög gott var að vinna með, og var jafnan mjög jákvæður og nærfærinn í umræðu um menn og málefni. Sjálfur var hann jafnvígur á margar greinar fræðilegrar eðlisfræði, tilraunaeðlisfræði, stærð- fræði og rafeindatækni, en vissi vel að ekki voru allir svo fjölhæfir. Honum tókst fljótlega að sjá út þá eiginleika hvers og eins samstarfsmanns, sem best gátu nýst í verkefnum stofnunar- innar, og studdi þá til dáða á því sviði, en reyndi ekki að krefjast af þeim af- reka umfram getu. Hans eigin aðferð- ir við lausn fræðilegra verkefna, hvort heldur var í kennsluefni eða rann- sóknum, voru nokkuð minnisstæðar að því leyti að hann hafði yfirleitt ekki mikinn áhuga á því hvort viðkomandi verkefni eða eitthvað áþekkt því hefði verið leyst áður. Hann settist bara niður með blýant og blað, byrjaði á þeim grundvallarlögmálum eðlisfræði og stærðfræði sem við áttu, og linnti ekki fyrr en lausn var fundin. Oftast var hún rétt. Þorbjörn var afar greiðvikinn og ör- látur við samstarfsmenn og þá sem til hans leituðu af einhverju tilefni, svo sem stúdenta, uppfinningamenn, og erlenda vísindaleiðangra. Af slíkum Ieiðöngrum má sérstaklega nefna há- loftarannsóknir franskra aðila, sem fram fóru á Mýrdalssandi um 1964 og vöktu mikla athygli landsmanna. Not- uðust þær bæði við stóra loftbelgi og eldflaugar. Gjarnan afhenti Þorbjörn öðrum árangur vinnu sinnar að vís- indaverkefnum án þess að ætlast til að þess væri getið við skýrslugerð. Þótt starfið væri honum jafnan efst í huga og hann teldi þar ekki eftir sér að leggja nótt við dag þegar því var að skipta, átti hann einnig ýmis áhuga- mál sem hann vann að í frístundum ásamt fjölskyldu sinni, og bar skóg- rækt þar að líkindum hæst. Eðlisfræðistarfsemi á íslandi stend- ur í ævarandi þakkarskuld við Þor- björn Sigurgeirsson. Fyrir tíð hans var því varla trúað að rannsóknir á þessu sviði ættu hér neinn vettvang sökum fámennis þjóðarinnar og annarra að- stæðna, en hann sýndi fram á að þær væru ekki aðeins mögulegar, heldur gætu þær bæði gert þjóðinni verulegt gagn og lagt markverðan skerf til al- þjóðlegra vísinda. Eru nú um 150 meðlimir í Eðlisfræðifélagi íslands, margir þeirra við hagnýt eða aka- demísk rannsóknastörf, og var Þor- björn gerður að heiðursfélaga þess 1987. Framlag hans styrkti einnig stöðu skyldra greina eins og jarðeðlis- fræði, stjarnfræði, stærðfræði og efna- fræði, þótt þar hafi fleiri brautryðj- endur komið við sögu. Þorbjörn kvæntist hinn 19. júní 1948 Þórdísi Þorvarðardóttur prests á Stað í Súgandafirði, hinni ágætustu konu. Eru synir þeirra Þorgeir verkfræðing- ur f. 1949, Sigurgeir kennari, f. 1950, Jón Baldur verkfræðingur f. 1955, Þorvarður vélstjóri f. 1957 og Arin- björn verkamaður f. 1961. Blessuð sé minning Þorbjörns Sig- urgeirssonar. 7

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.