Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 19
ótrúlega háar eða 30 milljónir tegunda (sjá Myers 1980 og May 1988). Ef þær eru nær lagi en lægri tölurnar, er miklu meira en helming allra tegunda Iífvera að finna í hitabeltinu. Á íslandi eru engar einlendar teg- undir blómplantna, þ.e. tegundir sem finnast hér og hvergi annars staðar og undanskil ég þá geldæxlandi plöntur. Tegundir sem vaxa hér á landi, finnast margar hverjar hringinn í kringum hnöttinn og þær sem vaxa í öllum heimsálfum sem ná norður fyrir heimskautsbaug eru sagðar vera sirk- umpólar. Þessu er öðruvísi farið í hitabeltinu. Að nokkrum vatna- og strandplöntum og örfáum öðrum und- anteknum, er náttúruleg útbreiðsla tegunda bundin við eina heimsálfu (Good 1974). Meira að segja ættkvísl- irnar eru yfirleitt bundnar við eina álfu, en ættirnar eiga hins vegar marg- ar fulltrúa í öllurn álfunum fjórum (sjá Whitmore 1984). Þegar dreifing teg- unda og hin mikla fjölbreytni er höfð í huga, kemur ekki á óvart að hlutfall einlendra tegunda er mjög hátt. Sem dæmi má nefna að 90% af um 9.000 tegundum blómplantna á Nýju Gíneu (flatarmál um 460.000 km2) eru ein- lendar (Davis o.fl. 1986). Sé nú berfrævingum og byrkningum (þ.e. burknum, elftingum og jöfnum) bætt við blómplönturnar og dreifing háplantna í heild könnuð, kemur svip- uð mynd í ljós. í Amason skóginum er vitað um 50.000 tegundir háplantna en sumir telja að þær séu allt að 100.000. Af brönugrösum einum eru þekktar 9.000 tegundir (Myers 1986). Flóra Equador (460.000 km2) er lítt þekkt en talin óvenju auðug með lík- lega 10.000 til 20.000 tegundir há- plantna (Davis o.fl. 1986). Háplöntu- flóra Malakkaskagans (flatarmál um 132.000 km2) telur nálægt 8.000 tegund- ir (Davis o.fl. 1986). Til samanburðar má geta þess að í bresku flórunni (311.000 km2) eru um 1430 innlendar tegundir háplantna (Whitmore 1984) og á íslandi (103.000 km2) eru taldar vaxa 470 tegundir (innlendra) háplantna. „Hafi nú ferðalangurinn tekið eftir tré af einhverri ákveðinni tegund og vilji finna fleiri slík tré, er líklegt að hann beini augum sínum árangurslaust í allar áttir. Umhverfis eru misstór tré af mörgum gerðum og í ólíkum litum en sjaldan sér hann sömu tegundina aftur. Aftur og aftur gengur hann að tré sem líkist því sem hann leitar að en við nánari athugun reynist það tilheyra annarri tegund. Að lokum rekst hann kannski á annað eintak í um hálfrar mílu fjarlœgð, eða hann finnur það alls ekki þar til hann rekst á það af til- viljun einhvern tímann seinna Alfred Russel Wallace 1878. Ólíkt skógum norðar á hnettinum, er sjaldan ein eða einungis fáar teg- undir ríkjandi í regnskógunum, heldur er þar jafnræði á milli margra teg- unda. I regnskógum vaxa þannig ekki aðeins miklu fleiri tegundir þegar á heildina er litið, en í öðrum skógum, heldur einnig rniklu fleiri tegundir á flatareiningu lands. Gildir þá einu á hvaða mælikvarða reiknað er. Af þessu leiðir óhjákvæmilega að flestall- ar tegundirnar eru mjög sjaldgæfar. Minnsta fjarlægð milli tveggja ein- staklinga sömu tegundar er oft talin í kílómetrum. Tegundafjölbreytni á litlu svæði er oft ótrúleg og verða hér nefnd nokkur dæmi. Áður en þau eru tilgreind, verður þó að taka fram að í flestum athugununum voru aðeins greind tré yfir vissri hæð (oft 6 m) eða lágmarksgildleika (bolur meira en 0,3 m í þvermál í um 1,5 m hæð) og öllum ásætum og jurtum sleppt. Tölurnar eru því lágmarksgildi. Á 23 ha svæði (u.þ.b. 500 x 500 m) í 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.