Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 29
9. mynd. Kyrkifíkus á Parkia tegund (ertublómaætt) í regn- skógi á eyjunni Tioman. Strangling fig (Ficus sp) on Parkia sp (Fabaceae) in rainfor- est on Tioman I. Ljósm. photo Þóra Ellen Þórhallsdóttir. eru flatir og kringlóttir diskar með uppbrettum jöðrum og fljóta á vötn- um og ám. Þau geta orðið hátt á þriðja metra í þvermál (8 fet). Þessi vatnalilja var t.d. til sýnis í grasagarð- inum í Kew í London nálægt aldamót- unum síðustu og gerði fólk sér það til gamans að leyfa börnum að sigla á blöðunum. Frævunarvistfræði liljunn- ar er einnig athyglisverð. Kvenhluti blómsins (frævan) þroskast tveimur dögum á undan karlhlutanum (fræfl- unum). Blómin eru grfðarstór og hvít. Þau opnast í ljósaskiptum að kvöldi og af þeim leggur sterkan og sætan ilm. Hann dregur að sér bjöllur sem skríða inn í blómið og nærast á sterkjukúlum sem myndaðar eru inni í blóminu. Þegar líður á nóttina, lokast blómið og bjöllurnar þar með inni í því. Blómið helst lokað allan næsta dag en opnast aftur um kvöldið. Þá hefur það hins vegar breytt um lit. Það er ekki lengur hvítt heldur dökk- rautt og ilmlaust. Um leið og blómið opnast og bjöllurnar skríða út, springa fræflarnir og frjókornin límast við bjöllurnar. Þær fljúga burt og leita að nýopnuðu hvítu blómi. Á hvítu blómi er frævan hins vegar fullþroska og um leið og bjöllurnar skríða inn í það, skila þær hluta frjókornanna á frænið og fræva þannig blómið. Blóm hverrar einstakrar plöntu springa aðeins út annan hvern dag, þannig að víxl- frjógvun er tryggð (Prance 1986). 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.