Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 29
9. mynd. Kyrkifíkus á Parkia tegund (ertublómaætt) í regn- skógi á eyjunni Tioman. Strangling fig (Ficus sp) on Parkia sp (Fabaceae) in rainfor- est on Tioman I. Ljósm. photo Þóra Ellen Þórhallsdóttir. eru flatir og kringlóttir diskar með uppbrettum jöðrum og fljóta á vötn- um og ám. Þau geta orðið hátt á þriðja metra í þvermál (8 fet). Þessi vatnalilja var t.d. til sýnis í grasagarð- inum í Kew í London nálægt aldamót- unum síðustu og gerði fólk sér það til gamans að leyfa börnum að sigla á blöðunum. Frævunarvistfræði liljunn- ar er einnig athyglisverð. Kvenhluti blómsins (frævan) þroskast tveimur dögum á undan karlhlutanum (fræfl- unum). Blómin eru grfðarstór og hvít. Þau opnast í ljósaskiptum að kvöldi og af þeim leggur sterkan og sætan ilm. Hann dregur að sér bjöllur sem skríða inn í blómið og nærast á sterkjukúlum sem myndaðar eru inni í blóminu. Þegar líður á nóttina, lokast blómið og bjöllurnar þar með inni í því. Blómið helst lokað allan næsta dag en opnast aftur um kvöldið. Þá hefur það hins vegar breytt um lit. Það er ekki lengur hvítt heldur dökk- rautt og ilmlaust. Um leið og blómið opnast og bjöllurnar skríða út, springa fræflarnir og frjókornin límast við bjöllurnar. Þær fljúga burt og leita að nýopnuðu hvítu blómi. Á hvítu blómi er frævan hins vegar fullþroska og um leið og bjöllurnar skríða inn í það, skila þær hluta frjókornanna á frænið og fræva þannig blómið. Blóm hverrar einstakrar plöntu springa aðeins út annan hvern dag, þannig að víxl- frjógvun er tryggð (Prance 1986). 23

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.