Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 53
GOSTÍÐNI Á ÍSLANDI
Langtíma gostíðni
Með langtíma gostíðni er hér átt við
tíðni eldgosa á tímabili sem spannar
tugi þúsunda ára eða meira, en með
skammtíma gostíðni er átt við styttri
tímabil, frá árþúsundum niður í nokk-
ur ár. Til samanburðar má nefna að
áætlaður líftími flestra megineld-
stöðva hér á landi er 0,3-1,0 milljón
ára (Kristján Sæmundsson 1979), en
þær langlífustu eru taldar lifa í yfir 2
m.á. (Haukur Jóhannesson 1975).
Mörk langtíma og skammtíma gos-
tíðni eru þannig valin að tiltölulega
skammvinnar breytingar í gostíðni
eldstöðvar, svo sem vegna tímabund-
innar breytingar á lögun þess hólfs
eða þeirrar þróar sem veitir eldstöð-
inni kviku, ættu að jafnast út á tugum
árþúsunda, þannig að einungis rek-
hraðinn, í tengslum við Youngs stuð-
ul, ákvarði langtíma meðalgostíðni
eldstöðvar. Samkvæmt þessari skipt-
ingu telst tíðni gosa úr eldstöð á nú-
tíma (síðustu 10 þúsund árin) vera
skammtíma gostíðni, einkum þegar
haft er í huga að rekhraði um mörg
eldstöðvakerfi hér á landi er verulega
minni en heildarrekhraði viðkomandi
rekbeltis. Bæði er að á Suðurlandi er
gosbeltið tvískipt, og hvort belti fær
því einungis hluta af heildarrekinu, og
svo hitt að sums staðar eru eldstöð-
vakerfi að hluta til eða alveg samsíða
og hvert kerfi fær þá aðeins hluta af
heildarreki innan viðkomandi beltis.
Með samanburði á Youngs stuðli
efst og neðst í skorpunni (Ágúst Guð-
mundsson 1988), og samsvarandi
hraða í minnkun þrýstispennu, má
reikna með að á æviskeiði eldstöðva-
kerfis nái aðeins um einn af hverjum
tíu göngum sem kvikuþró sendir frá
sér yfirborði sem gossprunga. Svipað
hlutfall ganga ætti að ná yfirborði á
tugum árþúsunda, þannig að langtíma
gostíðni ætti að vera um 10% af lang-
tíma innskotatíðni úr þrónni. Þar sem
innskotatíðni hólfs stjórnast af inn-
skotatíðni þróar sem veitir því kviku,
má búast við að langtíma gostíðni
megineldstöðvar sem fær kviku sína
úr hólfi sé minnst 10% af innskota-
tíðni þróarinnar. Allt að nokkrir tugir
kvikuhlaupa geta orðið úr hólfi við
eitt kvikuflæði úr þrónni sem veitir
því kviku. Að auki er stefna margra
skáganga allt önnur en stefna viðkom-
andi plötuskila. Þess vegna getur lang-
tíma gostíðni sumra megineldstöðva
orðið verulega hærri en 10% af inn-
skotatíðni þróar.
Út frá jöfnu (2) og tölulegum gild-
um fyrir Youngs stuðul, rekhraða, og
togstyrk (Ágúst Guðmundsson 1988),
og þeirri niðurstöðu að um 10% ganga
nái yfirborði, má meta langtíma gos-
tíðni innan rekbeltis með sæmilegri
nákvæmni. Á 5. mynd er sýndur
fræðilegur fjöldi ganga sem nær yfir-
borði sem gossprungur í eldstöðva-
kerfi á hverjum 10 þúsund árum.
Strangt til tekið ætti líka að taka tillit
til lengdar hverrar gossprungu, því
stærð þess svæðis þar sem gossprunga
breytir sprennusviði tímabundið ræðst
af lengd hennar og reyndar líka af yf-
irþrýstingi kvikunnar í sprungunni.
Það er þó ekki víst að þessi þáttur sé
mjög áhrifamikill, því líklega eru
gosgangar mun lengri neðan við yfir-
borðið, og ná ef til vill yfir stærstan
hluta af lengd þróar í neðri hluta
skorpunnar. Það þýðir að hver gangur
léttir spennu af stærstum hluta tiltek-
ins eldstöðvakerfis, en staðsetning
samsvarandi gossprungu á yfirborði er
breytileg.
Stuðull spennumögnunar hefur
annars vegar verið talinn 1,0, þar sem
engin mögnun verður, og hins vegar
3,0, sem gildir fyrir þró með þver-
skurð sem er hringlaga í lóðréttum
47