Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 33
anna er einnig dreift af dýrum sem sækja fæðu sína í aldin viðkomandi plantna. Eins og minnst var á að ofan, eru flest ef ekki öll regnskógatré með svepprætur, þ.e. þau Iifa í sambýli við svepp sem sér að mestu leyti um upp- töku vatns og næringarefna en fær í staðinn kolvetni, sem eru afurðir ljós- tillífunar plöntunnar. Meira að segja á einstökum blöðum blómplantna lifir fjölskrúðugt samfélag fléttna, þörunga og annarra smásærra lífvera. Hitabeltisskógar eru einstakir að því leyti að í þeim gætir nær engra árs- tíðaskipta. Á flestum öðrum svæðum á þurrlendi jarðar breytist veðurfar yf- ir árið. Sumar og vetur skiptast á eða regntími og þurrkatími. Oftast þrosk- ast fræ plantna í lok vaxtartímans (sumarsins eða regntímans) en þá er ekki besti tíminn til spírunar. Meðal blómplantna utan hitabeltistegunda er það regla, með örfáum undantekning- um, að fræ spíra ekki strax heldur liggja mislangan tíma í dvala. Mörg geta geymst mjög lengi í jarðvegi og haldið spírunarhæfninni í nokkra tugi eða jafnvel hundruð ára. Fræ hitabelt- istrjáa spíra hins vegar yfirleitt strax og þau eru flest ákaflega skammlíf, enda ekkert á því að græða að bíða með að spíra. Sem dæmi má nefna rannsóknir Ng (1983) á langlífi fræja 355 tegunda trjáa frá Malasíu. Hann kom fræjunum fyrir í jarðvegi og taldi kímplöntur eftir því sem þær birtust. Um helmingur fræjanna hafði spírað eftir aðeins 6 vikur og nær allar eftir hálft ár. Aðrar athuganir í regnskóg- um hafa sýnt að fræforði trjáa í órösk- uðum jarðvegi er oftast enginn. Kímplöntur hefja lífið í rökkrinu á skógarbotninum. Fræ trjánna eru flest fremur stór með mikilli fræhvítu en hún er næringarforði kímplöntunnar og nýtist henni til vaxtar fyrst eftir spírun. Þegar fræhvítan er uppurin verður kímplantan að sjá um sig sjálf og þessar litlu plöntur vaxa ákaflega hægt, sum árin líklega því sem næst ekkert. Sem dæmi um hve vöxturinn er hægur má nefna mælingar sem gerðar voru í Malasíu á 21 kímplöntu af tegundinni Parashorea tomentella sem er tré af ættinni Dipterocarpa- ceae. Árið 1961 var meðalhæð plantn- anna 23 cm, árið 1965 32 cm og 42,4 cm árið 1970 (Whitmore 1984). Meðalhækkunin var því aðeins um 2 cm/ári. Yfirgnæfandi meirihluti plantnanna deyr á þessu stigi. Ein- staka eru heppnar: í næsta nágrenni deyr stórt tré. Fall þess rífur með sér önnur tré sem eru í sömu klifur- plöntuflækjunni eða lenda fyrir boln- um. Rjóður myndast og sólargeislar ná að skína niður í svörðinn. Þájaka smáplönturnar við sér og kapphlaup hefst um hver þeirra nær að fylla plássið. Trén teygja sig smám saman upp í laufþakið og nokkrar tegundir, t.d. dipterokarpar, vaxa að lokum upp úr því. Mörg trjánna bera tvær gerðir laufblaða. Ungar plöntur undir laufþykkninu mynda ungblöð eða skuggablöð, en eftir að króna trésins hefur náð að breiða úr sér í betra ljósi ofarlega í laufþakinu, myndast sólar- blöð sem að stærð, þykkt og lögun eru ólík skuggablöðunum. Auðröskuð vistkerfi Fyrr var minnst á, að áður töldu menn regnskóga ævaforna og litu á þá sem mjög stöðug vistkerfi. Nú bendir hins vegar margt til þess að hin flókn- ustu samfélög lífvera séu þvert á móti mjög óstöðug og er þá átt við að lítið megi útaf bregða til þess að veruleg röskun hljótist af. Þar sem samskipti ólíkra lífvera eru svo margþætt, er lík- legt að útrýming einnar tegundar leiði af sér meiri keðjuverkanir en í ýmsum öðrum samfélögum (Gilbert 1980). 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.