Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 39
tími sem til stefnu er og ólíklegt að veruleg svæði verði eftir óráðstöfuð um aldamót. Það mun því ráðast nú á allra næstu árum hvernig til tekst og öllu skiptir að rétt sé staðið að vali svæða. Menn hafa mikið velt því fyrir sér hversu stórar „regnskógaeyjarnar“ þurfi að vera til að viðhalda nægilega stórum, þ.e. lífvænlegum, stofnum. Mörg stór spendýr, einkum rándýr, þurfa mjög stór svæði. Þar sem stofn- ar regnskógatrjáa vaxa dreift, verður þeim heldur ekki viðhaldið á litlum búsvæðaeyjum (Hubbell & Foster 1986). Einnig má minna á að mörg smá dýr eru mjög sérhæfð í fæðuvali og treysta á fáar eða jafnvel eina teg- und plantna og þurfa því oft að fara um stór svæði í fæðuleit. Litlar bú- svæðaeyjar bera óhjákvæmilega litla stofna sem eru mun viðkvæmari fyrir hvers kyns áföllum og sveiflum en stærri stofnar. Þá eru jaðaráhrif hlut- fallslega meiri á litlum en stórum eyj- um. Margar tegundir nýta sér fleiri en eitt búsvæði, t.d. flakka mörg dýr milli búsvæða eftir árstíðum. Af mörgum ástæðum er því ólíklegt að lítil friðlönd hafi nægilega fjölbreytni til viðhalds öllum þeim fjölda tegunda sem skógana byggja, þ.e. sama svæðið ber færri tegundir til langframa eftir að það er orðið eyja en það gerði meðan það var hluti af miklu víðlend- ari skógi. Spurningin um hver sé lág- marksstofnstærð ólíkra hópa Iífvera kallar á svör og líffræðingar reyna nú að reikna út minnstu lífvænlegu stofn- stærð fyrir ýmsar tegundir í útrýming- arhættu (sjá t.d. Gilpin & Soulé 1986, Shaffer & Samson 1985). Margt bendir til að flest núverandi friðlönd séu of lítil, jafnvel að þau séu alltof Iítil (Wilcove & May 1986). Árið 1984 var að tilhlutan World Wildlife Fund byrjað á langtímarannsókna- verkefni í Amason sem ber heitið Minimal Critical Size of Ecosystem Study (Lovejoy o.fl. 1983, Lovejoy o.fl. 1986). Þar voru skildar eftir mis- stórar „regnskógaeyjur“ þegar svæðið var rutt til landbúnaðar og verður fylgst með stofnsveiflum og brott- hvarfi tegunda. Eyjarnar eru að vísu flestar mjög litlar, eða frá 1 til 1000 ha (10 km2). Að auki er eitt stærra svæði, 10.000 ha (100 km2). Stærstu dýrin hurfu fljótlega af minnstu eyjunum en á óvart hefur komið hve jaðaráhrif á trén reyndust mikil. Ystu trén dóu, flest líklega vegna breytinga á lofts- lagi, minni loftraka og meiri hita- sveiflna. Nokkur tré féllu í stormum og rigningum. LOKAORÐ Verndun regnskóga er nú ofarlega á blaði hjá flestöllum alþjóðasamtökum um náttúruvernd og umhverfismál. Því miður er skógaeyðingin vandamál sem engin auðveld lausn virðist vera til á. Ekkert lát er á fólksfjölgun í þriðja heiminum og þar berjast sífellt fleiri um æ minni auðlindir. Sums staðar er verulegur skortur á landrými og oftast er það fátækasta fólkið sem verður að brjóta nýtt land til ræktun- ar. Þar er erfitt að benda á aðrar lausnir og jafnerfitt að segja sveltandi fólki að nú þurfi að friða skógana. Eins og komið hefur fram, er skortur á landrými þó ekki alls staðar orsök eyðingarinnar, t.d. í Suður-Ameríku. Með vilja ætti þar að vera gott svig- rúm til að friða stór svæði og nýta önnur þannig að þau gefi varanlega afrakstur. Hitt er svo einnig gömul reynsla, sem birtist reyndar víðar og miklu nær okkur íslendingum, að heimamenn hafa oft annan skilning en alþjóðastofnanir og erlendir vísinda- menn á nauðsyn verndunar á eigin náttúru. Mjög er misjafnt hversu mik- 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.